mánudagur, janúar 15, 2007

Timi breytinganna er runninn upp.

Nú verður hlutunum breytt. Það sem áður sneri upp mun snúa niður eða mögulega út á hlið..

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Nýtt ár, júhú.

Ég veit að síðasta blogg var og er misheppnað. Sama hvað ég hef reynt þá hefur mér ekki tekist að setja inn myndina af kökunni minni. Nú hef ég brugðið á það ráð að teikna mynd af henni og vonast til að hún birtist eins og hún á að gera.
Fyrst ætla ég samt að segja ykkur hvað ég hef lært í jólafríinu, en það er eftirfarandi:
Því meira sem þú sefur, þeim mun meira getur þú sofið.
Og:
Leti getur af sér leti.
Til allrar lukku þýðir þetta síðara einnig það að dugnaður getur af sér dugnað. Hvernig maður á hinsvegar að snúa sig út úr þessum vítahring veit ég ekki.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?