mánudagur, júní 09, 2003

Ég verð að..
1. Hugsa á jákvæðum nótum
2. Láta ekki reiðina heltaka sálu mína
3. Hætta að sofa á daginn
4. Drekka bara Diet-kók
5. Minnka kaffidrykkju
6. Gera það sem ég þarf að gera

æji oj, ég nenni þessu ekki.

Nú verð ég að læra fram á nótt fyrir þetta hommalega þjóðhagfræðipróf sem ég gat ekki drullast til að mæta í á réttum tíma. Árans klúður!
Ég verð að fara að taka mér tak!

Árans Klúður!!

Ojj! Ég er búin að sofa í 3 og hálfan tíma!! Ojjj. Pabbi segir að það sé ekki eðlilegt að sofa svona mikið. Og pabbi, hann er ekki svo galinn! Mig langar helst að blóta hressilega, vel og lengi, en mamma segir að eina blótið, sem er dömum sæmandi, sé: Árans klúður!

Mig langar ekki að líta út eins og e-r amatör bloggari!>:( Ég vil vera pró!! Æ heit it Æ heit it Æ heit it!! Djöss blogg

sunnudagur, júní 08, 2003

oo, ég er strax orðin brjáluð! Mig langaði að breyta lúkkinu á blogginu, en kann svo ekki neitt!!!

jebb

Eitt ljóð í tilefni dagsins!

Það er oft betra að hlusta
þegar fólk er að tala.
Betra en að mala
stanslaust ofan í það
og hvað?
Heyra ekki neitt
vaða bara áfram
og reyna að komast í feitt.
Þá er betra að þegja
og reyna að heyra
hvað fólkið vill segja.
Ef það vill segja e-ð heimskulegt er það þeirra mál
ef maður sjálfur þegir, sleppur maður við að vera kál
-hausinn.

Mahogg!
Ég hef komist að því að til þess að geta hangið á netinu öllum stundum, án þess að finnast maður vera tilgangslaus lúser, er að blogga! Svo nú blogga ég..

This page is powered by Blogger. Isn't yours?