miðvikudagur, febrúar 21, 2007

www.vilborgo.blog.is

www.vilborgo.blog.is

mánudagur, febrúar 19, 2007

Drasl

það er einhver djöfullinn að þessu blogger.com. Ég er hætt að nota það.

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Virkar helvítið?

Nú er spurning hvort ég geti póstað þessu. Geti ég það, þá er ekki loku fyrir það skotið að ég bloggi eitthvað um líf mitt og landsmálin í bráð.

mánudagur, janúar 15, 2007

Timi breytinganna er runninn upp.

Nú verður hlutunum breytt. Það sem áður sneri upp mun snúa niður eða mögulega út á hlið..

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Nýtt ár, júhú.

Ég veit að síðasta blogg var og er misheppnað. Sama hvað ég hef reynt þá hefur mér ekki tekist að setja inn myndina af kökunni minni. Nú hef ég brugðið á það ráð að teikna mynd af henni og vonast til að hún birtist eins og hún á að gera.
Fyrst ætla ég samt að segja ykkur hvað ég hef lært í jólafríinu, en það er eftirfarandi:
Því meira sem þú sefur, þeim mun meira getur þú sofið.
Og:
Leti getur af sér leti.
Til allrar lukku þýðir þetta síðara einnig það að dugnaður getur af sér dugnað. Hvernig maður á hinsvegar að snúa sig út úr þessum vítahring veit ég ekki.


mánudagur, desember 11, 2006

Vilborg Kakan Ólafsdóttir, siguvegari og skáld

Komið þið sæl
Þið hafið eflaust verið að halda niður í ykkur andanum eftir myndum og fréttum af kökukeppninni. Þið getið andað núna því hér koma fréttirnar. Ég vann þessa keppni. Ójá, ég vann og hlaut að launum viðurnefnið "Kakan".

Hér koma myndir:


Þetta er vinningskakan. Fyrirmyndin að kökunni var skáldið Ólafur Þórðarson, faðir minn. Fánalitirnir eru kannski ekki augljósir, en inní henni er rautt jell-O og fyrir ofan augun stendur ritað með bláu súkkulaði "sá einn er frjáls" sem mun vera upphafslína úr ljóði eftir skáldið. Marsípanið er svo augljóslega hvítt. Hún var ekki einasta glæsileg á að líta, kakan mín, heldur einnig ákaflega bragðgóð.Þetta er kakan sem tapaði. Eins og þið sjáið hefur eitthvað farið stórkostlega mikið úrskeiðis við gerð kökunnar. Rauða jell-oið átti að vera hjúpur utan um hana, en það lak allt af, því miður, því hún hefði örugglega verið mun glæsilegri á að líta með hjúpnum. Myndin er af Halldóri Kiljan Laxness.

Ekki nóg með að ég hafi unnið þessa kökukeppni heldur vann ég, viku síðar, ljóðakeppni innan fjölskyldunnar. Yrkisefnið var heiðargæsin (auðvitað, hvað annað). Ég hlaut að launum hádegisverð á VOX með systur minni Jónínu. Hér kemur vinningsljóðið:

Vísaðu mér vegvilltri,
vina mín leiðina.
Gæf ertu gæsin mín,
gjörþekkir heiðina.

Sigurvegarinn kveður, takkfyrirtakk.

mánudagur, desember 04, 2006

Myndatilraun


This page is powered by Blogger. Isn't yours?