miðvikudagur, september 20, 2006
Hlökk
Ég hlakka til eftirfarandi:
Mamma og pabbi koma til Reykjavíkur annað kvöld. Aldrei þessu vant tókst mér að lokka þau til að gista hjá mér. Systur mínar voru ekki nógu snöggar. Jónasína fer norður í fyrramálið svo að þeim býðst tvíbreitt rúm, leslampi, sængur og koddi í sérherbergi, þau fúlsa nú ekki við því. Smá sjéns á að mamma baki eitthvað. Að minnsta kosti fyllist frystikistan af fiskibollum og berjasaft og allar aðrar hirslur af hinum og þessum frætegundum, og fjallagrösum.
Gísli bróðir minn, Soffía mágkona og Andrea besta koma aðra helgi til Reykjavíkur. Ég ætla að reyna að lokka þau til mín líka. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Jónasína ætlar aftur norður um þessa helgi. Kannski baka ég köku handa þeim.
Kata mín á afmæli á morgun. Ég og Jónasína erum búnar að kaupa afmælisgjöf handa henni. Feitur séns á köku hérna.
Jónína systir mín hringdi hlæjandi í mig í gær og sagðist vera að prjóna á mig, ég fengi ekki að sjá það fyrr en það væri tilbúið og ég yrði að lofa að ganga í því. Ég sagði bara já, enda ævintýramanneskja.
Hannes kemur heim einhverntímann fyrir jól. Við getum eldað eitthvað og spilað Piksjónaríið sem við Jónasína gáfum honum af mikilli forsjálni á afmælinu hans í fyrra (til að hann geymdi það hérna, sem hann hefur að sjálfsögðu gert).
Magga mín á afmæli eftir rétt rúma viku. Ég er búin að kaupa afmælisgjöf handa henni en fæ líklega enga köku þar sem hún verður fyrir norðan en ég hérna fyrir sunnan.
Jólin nálgast óðfluga. Ég fer snemma í jólafrí í ár og hver veit nema ég skelli mér til Ísafjarðar með kærastanum áður en ég fer norður í jólin.
Eftir jólin get ég hlakkað til fyrsta þorrablótsins míns. Það verður í Fnjóskadal með Dælisfjölskyldunni í fararbroddi. Matur og skemmtiatriði, getur ekki klikkað.
Mamma og pabbi koma til Reykjavíkur annað kvöld. Aldrei þessu vant tókst mér að lokka þau til að gista hjá mér. Systur mínar voru ekki nógu snöggar. Jónasína fer norður í fyrramálið svo að þeim býðst tvíbreitt rúm, leslampi, sængur og koddi í sérherbergi, þau fúlsa nú ekki við því. Smá sjéns á að mamma baki eitthvað. Að minnsta kosti fyllist frystikistan af fiskibollum og berjasaft og allar aðrar hirslur af hinum og þessum frætegundum, og fjallagrösum.
Gísli bróðir minn, Soffía mágkona og Andrea besta koma aðra helgi til Reykjavíkur. Ég ætla að reyna að lokka þau til mín líka. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Jónasína ætlar aftur norður um þessa helgi. Kannski baka ég köku handa þeim.
Kata mín á afmæli á morgun. Ég og Jónasína erum búnar að kaupa afmælisgjöf handa henni. Feitur séns á köku hérna.
Jónína systir mín hringdi hlæjandi í mig í gær og sagðist vera að prjóna á mig, ég fengi ekki að sjá það fyrr en það væri tilbúið og ég yrði að lofa að ganga í því. Ég sagði bara já, enda ævintýramanneskja.
Hannes kemur heim einhverntímann fyrir jól. Við getum eldað eitthvað og spilað Piksjónaríið sem við Jónasína gáfum honum af mikilli forsjálni á afmælinu hans í fyrra (til að hann geymdi það hérna, sem hann hefur að sjálfsögðu gert).
Magga mín á afmæli eftir rétt rúma viku. Ég er búin að kaupa afmælisgjöf handa henni en fæ líklega enga köku þar sem hún verður fyrir norðan en ég hérna fyrir sunnan.
Jólin nálgast óðfluga. Ég fer snemma í jólafrí í ár og hver veit nema ég skelli mér til Ísafjarðar með kærastanum áður en ég fer norður í jólin.
Eftir jólin get ég hlakkað til fyrsta þorrablótsins míns. Það verður í Fnjóskadal með Dælisfjölskyldunni í fararbroddi. Matur og skemmtiatriði, getur ekki klikkað.
Ãfugmæli...
<< Heim
Það aldeilis! Á sem sagt ekki að koma neitt nýtt blogg fram að þorra?
Ég er ekki sátt við það. Ekki sátt.
Annars er aldrei að vita nema ég sendi þér köku á afmælinu mínu... Hún gæti verið græn. Hún gæti verið hörð. En það verður þó kaka.
Magga.
Ég er ekki sátt við það. Ekki sátt.
Annars er aldrei að vita nema ég sendi þér köku á afmælinu mínu... Hún gæti verið græn. Hún gæti verið hörð. En það verður þó kaka.
Magga.
Hér með skora ég á þig Vilborg Ólafsdóttir í baksturseinvígi sem skal háð einhvern tíman í næsta mánuði þegar að ég má vera að því.
Hvurnig kaka skal bökuð er undir þér komið ef að þú ert man enough til að taka þessari ákorun, enn ég vara þig við það verður sko ekki tekið neinum vetlinga tökum á kökunni af minni hálfu þannig að vertu alveg viss um að þú sért tilbúin í að bakast á áður enn þú svarar, það er enginn skömm í því að hræðast mig í eldhúsinu (sérstaklega þar sem að ég baka venjulega í ekki neinu nema svuntunni)
Skrifa ummæli
Hvurnig kaka skal bökuð er undir þér komið ef að þú ert man enough til að taka þessari ákorun, enn ég vara þig við það verður sko ekki tekið neinum vetlinga tökum á kökunni af minni hálfu þannig að vertu alveg viss um að þú sért tilbúin í að bakast á áður enn þú svarar, það er enginn skömm í því að hræðast mig í eldhúsinu (sérstaklega þar sem að ég baka venjulega í ekki neinu nema svuntunni)
<< Heim