sunnudagur, apríl 09, 2006

Þið eruð loðin! Ég er kristaltær.

Ég er á ystu nöf, eitt skref og ég fell ofan í hyldýpi kæruleysisins; opna bjór, set FRIENDS í tækið og slekk á heilanum á mér, að eilífu. Staðan er geigvænleg. Aldrei hefur útlitið verið eins svart og það er núna. Mér finnst gaman að lifa, það er ekki vandamálið, en kannski er ég að njóta mín einum of vel. Kannski eru þessar allsnægtir sem ég bý við of mikið fyrir mig. Kannski ætti ég að slaka aðeins á lífsgæðunum. Henda einni af sængunum í rúminu mínu, fá mér götótt teppi í staðinn. Hætta að kynda ofnana, kaupa minna af mat sem mér finnst góður og fara að borða fiskibollurnar sem mamma sendi mér. Hætta að keyra bílinn minn hvert sem ég fer og labba bara. Kannski myndi ég þá fara að læra, ef ég fyndi hvað skipti virkilega máli.. Ef afkoma mín og lífsgæði yltu á því að ég byrjaði á því sem ég á að vera að gera nógu snemma til að geta gert það vel, þá myndi ég kannski gera það.
Fjúúff. Stutt fréttayfirlit (fyrir þá sem lesa þetta í von um að fá að vita meira um mitt líf):
Ég er búin að bæta á mig hálfu kílói, bara á brjóstin samt.
Ég hef ætlað að fá lánað hjól, en ekki nennt að sækja það ennþá.
Ég var með vörtu á fingri sem datt svo af. Þ.e.a.s. vartan. Sem sagt: vartan datt af, ekki fingurinn.
Aðrar æsilegar fréttir eru þessar:
Ég vaskaði tvisvar upp í gær.
Annað augað í mér er rautt og rómantískt. Það vellur úr því rómantískur gröftur.
Fleira var það ekki í bili.
Góða nótt, heimur.

Öfugmæli...
Já það er satt. Þetta voru æsilegar fréttir. Svo sannarlega.
... Ójá.

Magga.
 
mér þykir þú æsileg !
 
Það þarf ekkert að gera hluti vel og á réttum tíma. Þetta reddast. Þú ert frábær! Ég er loðinn!
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?