þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Hversu oft þarf ég að útskýra...

Það er frekar stór fluga inni á baði. Ég fór áðan á klósettið og eftir að hafa verið þar í svolítinn tíma rak ég augun í þessa frekar stóru flugu sem (úff, gæsahúð) sat á veggnum (gæsahúð) alveg hreyfingarlaus (gæsahúð) og lét eins og hún væri pollróleg þótt ég vissi að hún væri að hugsa um hvað hún gæti gert næst til að koma mér sem mest úr jafnvægi. Áður en hún gat komið ætlun sinni í verk, sem var að öllum líkindum að fljúga af stað og inn í eyrað á mér (úff, viðvarandi gæshúð, hrollur og skelfing) var ég komin fram og búin að setja manneskju í málið. Jónasína var reyndar, og er ennþá, í símanum, en sagðist ætla að gera eitthvað í málinu strax og hún væri búin. Það er á stundum sem þessum sem ég þakka Guði fyrir að búa ekki ein.

Sumum finnst flugufælni mín fyndin, öðrum fáránleg. Nú ætla ég að útskýra þetta í eitt skipti fyrir öll til að koma í veg fyrir aulahúmor og misskilning:
Mér finnst ekki í lagi að flugur séu inni í húsum því þær eiga að vera úti, það er eðlilegt og náttúrulegt ástand. Ég er ekkert sérstaklega hrædd við flugur þegar þær eru úti. Málið með það er að ég held að þær séu sjálfar svo óánægðar með að vera inni að þær verði alveg hoppandi brjálaðar og reiðar við mig, eins og ég beri ábyrgð á því að þær séu lentar í þessu veseni. Ég þoli ekki reiðilegt suðið í þeim þegar þær berja litlu búkunum sínum aftur og aftur í rúðurnar í von um að finna glufu á glugganum og komast út, þangað sem þær eiga heima. Vegna þessarar reiði sem ég skynja frá þeim í minn garð persónulega held ég að þær séu stöðugt að ráðgera að sjokkera mig á einhvern hátt sem myndi falla mér sérstaklega illa í geð, eins og að fljúga inn í eyrun á mér eða á bak við glerin í gleraugunum mínum.
Héðan af ætla ég að vona að allir séu með á nótunum og hætti að láta eins og ég hafi ekkert fyrir mér í þessu máli.

Öfugmæli...
Heyrðu það voru tvær flugur hjá mér!!! Báðar stórar og feitar!!! Önnur þeirra dó í ljósinu inni á baði, ég horfði á hana deyja ... ég meina ég gat ekkert gert hún kom sér í þessi vandræði sjálf. Hin hvarf eftir tvo daga. Ég hef enn ekki dundið líkið, vona bara að það sé ekki inní herberginu mínu. Hitt flugulíkið er enn í ljósinu inni á baði. Ég horfi á það meðan að ég pissa. Góðar stundir.
 
Gleymdir að segja frá hetjudáðinni sem ég drýgði!!! Ójá! Mér finnst að ég ætti að fá verðlaun... a.m.k. ættirðu að yrkja ljóð/kvæðabálk um vígið!
p.s. Fórstu bara að búa með mér til að ég gæti drepið fyrir þig flugur???
 
Úff hvað ég skil þig! Ég er skíthrædd við flugur og það virðist enginn skilja það!! Gera bara grín að mér þegar ég rek upp óp vegna hræðslu. En já, það er gott að búa ekki einn svo að maður þurfi ekki sjálfur að rembast við að drepa þær, sveittur og skjálfandi af hræðslu..... Flugur eiga ekki heima inni, hvorki húsflugur né aðrar flugur!!
 
Ég átti einu sinni flugu sem hét Hannes.Hún var með fimm lappir og bjó í bílnum mínum.
 
Ég eeeeeelska flugur. Ég og flugur erum like this.
Komdu til Akureyrar og ég skal sko sýna þér flugur. Þetta sem þú kallar flugur í Rvk er ekkert nema roðmaur miðað við það sem fæst hér.
Jáhá.
Trukkalessa? Ég?
Nei.

M
 
Öss, Hannes var góð fluga
flaug hann um óðfluga.

Já ég er byrjaður á lagi tileinkuðu minningu Hannesar Flugu.

Hinsvegar er þetta allt rétt, þessar flugur þurfa að fara að hugsa sinn gang. Það er samt engin fluga hjá mér enda er ég aldrei heima þannnig að það er sjálfsagt lítið fútt í að fljúga um þar. Hafðu ekki áhyggjur samt, þú ert svöl sko. Það eru þessir fluguunnendur sem eru leim (Hannes var samt góður kall), skammast mín fyrir að hafa þau í nágrenninu enda er þeim aldrei boðið í hverfisgrillið.
 
ég sakna Hannesar )O:
 
Ja hérna ég þoli nú flugur sæmilega en þegar mýs vilja sofa hjá mér þá verð ég æf.Þetta skrifar ein góð og gömul kona,skyld henni Jónasínu.Og gettu nú.
 
Halló, það er langt síðan að það voru komin 9 comment ....
 
Ég veit ekki hvort ég er hrifinn af þessari nafngift á blessaðri flugunni...

...en blessuð sé minning hans.
 
Loose [url=http://www.FUNINVOICE.COM]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to design professional invoices in one sec while tracking your customers.
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?