miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Þessi ást..

All you need is love.
Lúbbídúbbídú.
All you need is love.
Lúbbídúbbídú.
All you need is love, love.
love is all you need.

Einu sinni, þegar ég var góður og yndislegur unglingur, sat ég við allsnægtaborðið sem pabbi smíðaði og stóð í eldhúsinu og var í rífandi hressu skapi. Ég sönglaði lagið Blátt lítið blóm eitt er og klippti hjörtu út úr dagblaðinu. Pabbi sat gegnt mér við borðið og brosti asnalega. Svo spurði hann mig hvort ég væri skotin í strák. Ég fékk nett sjokk enda enn ekki farin að geta rætt um ástina við foreldra mína án þess að segja þeim að fökkast til að láta mig í friði ég væri sko bara ekki skotin í neinum djíses motherfokking kræst auk þess sem að það kæmi þeim ekki neitt við. Ég sagði honum að fökkast til að láta mig í friði ég væri sko bara ekki skotin í neinum djíses motherfokking kræst. Hann trúði mér ekki en ég vil bara að þessi misskilningur leiðréttist hér með. Ég var ekki skotin í neinum. Ég var bara kát !
Látið mig svo í friði með þessar spurningar um hvort ég ætli ekki að fara að ná mér kærasta, mér finnst "ástarsambönd" vera hobbý fyrir geðsjúklinga.

Annars bara hress!

Öfugmæli...
Heyr heyr!!!
 
Af hverju varstu að klippa út hjörtu?
 
Ég kunni bara ekkert annað!
 
Ég verð að taka undir orð búðingsins minns, hans Árna.
Svo ertu líka í afneitun í þokkabót. Ég veit ekki hve oft ég hef sagt ykkur "to get a room". Við höfum verið að ræða þetta okkar á milli innan hópsins og við ætlum að splæsa á ykkur undanþágu, þannig að just do it and get it over with. Þó væri það plús ef þú næðir að snara Búðinginn í samband, því ég vil koma honum af markaðnum, þannig að það sé meira úrval fyrir mig. Ég meina hvernig á maður að geta keppt við annan eins búðing um hylli kvenþjóðarinnar. Ég bara spyr.
 
ég elska Lúbbídúbbídú
 
Það getur ekki verið að þú hafir verið ástfangin vegna þess að þú ert ófrjó og flatbrjósta!!!
 
Ég var einmitt að lesa viðtal við stelpu í einhverju helgarblaðinu sem sagðist drekka bara pjúra rjóma til að stækka brjóstin... Spurning um að líta á það? Svona er þetta, Vilborg mín þegar maður er orðinn svona mjór og frægur, þá fer fólk að kommenta Anonymously því það ræður ekki við sig af afbrýðisemi. Sérstaklega ef að viðkomandi er í óhamingjusömu sambandi... kannski óléttur? Já seisei.. Hvernig er heimurinn að verða. Yours truly -M- ;)
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?