þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Dólgsleg diplómatík

Úlfúð í þinn garð fer vaxandi ef þú tekur ekki fast á málunum. Þú veist upp á þig sökina og þarft að vinna markvisst að lausninni. -stjörnuspá dagsins, Blaðið.

Með ummælum mínum um ástarsambönd í síðasta bloggi hefur mér tekist að særa fram bloggdólg. Dólgurinn sá hafði uppi dólgsleg ummæli um brjóstastærð mína og frjósemi. Ég átti satt að segja ekki von á slíkum viðbrögðum og hafði hugsað mér að slá þessu öllu upp í grín. Jafnvel svara á dólgslegum nótum, en með stjörnuspá eins og þessa sem ég birti hér að ofan tek ég enga áhættu. Ég bið því bloggdólginn afsökunar á því að hafa sært tilfinningar hans. Og ég bið alla þá sem ég þekki og eru í ástarsamböndum afsökunar á því að hafa talað óvarlega um sambönd. Og auðvitað bið ég alla geðsjúklinga auðmjúklega afsökunar á stingandi háðinu sem í fólst í ummælum mínum.
Það verður að viðurkennast að ég er enginn sérstakur aðdáandi ástarsambanda. En þrátt fyrir meint flöt brjóst og ófrjósemi hef ég elskað. Ég er mikill aðdáandi ástarinnar, l'amour eða The Big L eins og ég kýs að kalla ástandið. Ég elska að elska og ég elska fólk sem elskar. Ég hef staðið í ástarsamböndum með strákum, samböndin fóru öll til fjandans en ást mín í garð þeirra lifir! Það er til lag um þetta, sem er svona:

Ástin,
dúggadúggadúggadúggadúgg,
dugir að eilífu.

Annars er ég orðin leið á að vera dipló og væmin.. hvað finnst ykkur um unglinga? Er til leiðinlegra fólk?

Öfugmæli...
Fokk jú, jú fokking fokk! Þú getur bra sjálf verið leileg!
kv. ein á aldrinum 13-17 ára!
 
ég meika ekki unglinga...það eina sem er verra eru gamlir kallar á jeppa!
 
Unglingar eru nú eins misjafnir og þeir eru margir, en þessi "ein á aldrinum 13-17 ára" er greinilega ekkert spes ... kann ekki einu sinni að skrifa rétt !!!!
 
Hey Joe!
Kann alleg að skrifa rétt, bra meira töff að skrifa sonna! obbívos að þú er gegt gamall/gömul!
kv. ein á aldrinum 13-17 ára, að verða 18!!!
 
heh, þessi á aldrinum 13 til 17 ára er enginn bloggdólgur, bara Jónasína meðleigjandi að flippa! Þú ert nú meiri flipparinn kellingin mín:)
 
Svarið er þetta: leiðinlegt fólk getur notið skemmtilegra hluta. Þú ert líka flippari Árni kellingin mín:)
 
Kjaftakelling!!
 
Nú ert það svart. Ég er búin að eyðileggja símann minn! Þeir sem þurfa nauðsynlega að hafa samband við mig geta sent mér flöskuskeyti, ég er mikið í fjörunni niðri við Gróttuvita. Svo er hægt að reyna að hitta á mig heima hjá mér.. Ég reyni að kaupa mér síma á morgun og Guð veri með okkur öllum þangað til. Almáttugur minn eini.
 
Maður ætti nú að geta sent þér eins og eina línu í flöskuskeyti þar sem maður er nú vanur straumum sjávar hafandi verið á sjó, það get ég sagt þér.
 
í mínum augum eru allir með risa túttur,(og þar á meðal þú Vilborg, mín kæra ástkona) þess vegna á ég svona erfitt með að horfa í augun á fólki þegar ég tala við það. júbalajúbs !
 
Bloggaðu kona! Ég þarf að vita hvað er að gerast í þínu lífi!
 
Ég er hinni raunverulegi Anonymous! Ég þrái brjóst þín og af öfund hef ég kallað þau lítil. Þín innri og sanna kona, þau líffæri sem gera þig að guðdómlegri veru eru yfir aðra hafin, af minnimáttarkennd hef ég kallað þig ófrjóa. Brjóst þín eru fullkomin líkt of fjallstindar austursins. Lendar þínar æpa og amast við af frjósemi! Það sá ég forðum daga er við gengum neðberar í borg norðursins, umkringd fólki sem við kunnum lítil skil á. Það sem gerðist stundu síðar þekkjum við einar.
 
Hef nú grun um hver þessi Anonymous er... tíhí!
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?