sunnudagur, febrúar 19, 2006

Afhjúpun !!!

Þetta klukk-fár er alveg að líða hjá og undir lok og engum hefur svo mikið sem dottið í hug að klukka mig! Ég bjarga mér sjálf.

Hvað heitirðu? Vilborg.
Hvernig er hárið á þér á litinn? Rautt.
Ertu í skóla? Já.
Hvað finnst þér best? Diet kók.
Ertu gefin fyrir að fá þér í glas? Nei.
Í hvernig fötum ertu? Nátt.
Er ekki gaman að lifa? Jú.
Ertu ekki í stuði? Jú.

Nei nú er ég að verða of persónuleg..

Öfugmæli...
ÆÆ ég hef verið klukkuð en svara ekki svona rugli svo þú mátt eiga mitt.Takk fyrir að vera til,þú sjálf. kveðja Dúna sem fær ekki vinnu á SÚLU.
 
"Ertu gefin fyrir að fá þér í glas? Nei." Þetta myndi ég nú ekki kalla neitt annað en lygi... hversu oft heyrist í þér á virku kvöldi: "Eigum við að detta í það?!!? Jú, kommon, það er til vodki og bjór..."
Og í samb. við kommentið hér á undan, frá þessari Dúnu... Hún er ekki skyld mér!
 
Ég elska Dúnu... Hún er ein sú fyndnasta mamma sem ég hef séð og heyrt til ;)
 
En Vilborg, þetta er ekki almennilegt klukk nema þú klukkir einhverja 10 aðra og gerir þá brjálaða. Um það snýst klukkið dama!

-M-
 
Hello honey, how are you my doll :-)
 
Heyrst hefur að hún Vilborg okkar bloggi ekki fyrr en að 9 comment eru komin á síðustu færslu. Ég skora því á aðdáendur hennar um víða veröld að commenta svo hún haldi nú áfram að gera líf okkar allra innihaldsríkara með sínum fyndnu, hnitmiðuðu, grátbroslegu, persónulegu og skemmtilegu bloggskrifum. Koma svo ...
 
Ég var líka búin að heyra þetta með 9 kommentin svo hér kemur eitt frá mér: Blogga meira Vilborg!!!! ...og til hamingju með bolludaginn!
 
Jæja. Ég bæti hérna einu kommenti við! Þá fer að styttast í að ég geti skrifað meira.. þótt ég hafi nú bara sagt þetta með níu komment til að gabba systur mínar til að kommenta.. þær kommenta svo sjaldan.
 
Bloggaðu kellíng!
9 komment komin og ég á tvö þeirra.
Farðu svo að blogga eitthvað á Herbert svo að bekkjarsystur mínar haldi að ég eigi vini.
Koma svo!
 
ókei. Nú fer ég alveg að blogga. En sjáiði bara kommentatöluna, virkilega glæsó þegar það er komin tveggja stafa tala á kommentin.. virkilega glæsó. En í guðanna bænum viljið þið geta nafns ykkar systur mínar og Magga, annars halda allir sem þekkja mig ekki mikið að ég sé bara að kommenta endalaust hjá sjálfri mér og þykjast vera einhver annar. Jessi minn hvað það er hallærisleg tilhugsun.
 
hæ elskan...miss your blog
koma svo! ;)

~eVa~
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?