þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Hversu oft þarf ég að útskýra...
Það er frekar stór fluga inni á baði. Ég fór áðan á klósettið og eftir að hafa verið þar í svolítinn tíma rak ég augun í þessa frekar stóru flugu sem (úff, gæsahúð) sat á veggnum (gæsahúð) alveg hreyfingarlaus (gæsahúð) og lét eins og hún væri pollróleg þótt ég vissi að hún væri að hugsa um hvað hún gæti gert næst til að koma mér sem mest úr jafnvægi. Áður en hún gat komið ætlun sinni í verk, sem var að öllum líkindum að fljúga af stað og inn í eyrað á mér (úff, viðvarandi gæshúð, hrollur og skelfing) var ég komin fram og búin að setja manneskju í málið. Jónasína var reyndar, og er ennþá, í símanum, en sagðist ætla að gera eitthvað í málinu strax og hún væri búin. Það er á stundum sem þessum sem ég þakka Guði fyrir að búa ekki ein.
Sumum finnst flugufælni mín fyndin, öðrum fáránleg. Nú ætla ég að útskýra þetta í eitt skipti fyrir öll til að koma í veg fyrir aulahúmor og misskilning:
Mér finnst ekki í lagi að flugur séu inni í húsum því þær eiga að vera úti, það er eðlilegt og náttúrulegt ástand. Ég er ekkert sérstaklega hrædd við flugur þegar þær eru úti. Málið með það er að ég held að þær séu sjálfar svo óánægðar með að vera inni að þær verði alveg hoppandi brjálaðar og reiðar við mig, eins og ég beri ábyrgð á því að þær séu lentar í þessu veseni. Ég þoli ekki reiðilegt suðið í þeim þegar þær berja litlu búkunum sínum aftur og aftur í rúðurnar í von um að finna glufu á glugganum og komast út, þangað sem þær eiga heima. Vegna þessarar reiði sem ég skynja frá þeim í minn garð persónulega held ég að þær séu stöðugt að ráðgera að sjokkera mig á einhvern hátt sem myndi falla mér sérstaklega illa í geð, eins og að fljúga inn í eyrun á mér eða á bak við glerin í gleraugunum mínum.
Héðan af ætla ég að vona að allir séu með á nótunum og hætti að láta eins og ég hafi ekkert fyrir mér í þessu máli.
Sumum finnst flugufælni mín fyndin, öðrum fáránleg. Nú ætla ég að útskýra þetta í eitt skipti fyrir öll til að koma í veg fyrir aulahúmor og misskilning:
Mér finnst ekki í lagi að flugur séu inni í húsum því þær eiga að vera úti, það er eðlilegt og náttúrulegt ástand. Ég er ekkert sérstaklega hrædd við flugur þegar þær eru úti. Málið með það er að ég held að þær séu sjálfar svo óánægðar með að vera inni að þær verði alveg hoppandi brjálaðar og reiðar við mig, eins og ég beri ábyrgð á því að þær séu lentar í þessu veseni. Ég þoli ekki reiðilegt suðið í þeim þegar þær berja litlu búkunum sínum aftur og aftur í rúðurnar í von um að finna glufu á glugganum og komast út, þangað sem þær eiga heima. Vegna þessarar reiði sem ég skynja frá þeim í minn garð persónulega held ég að þær séu stöðugt að ráðgera að sjokkera mig á einhvern hátt sem myndi falla mér sérstaklega illa í geð, eins og að fljúga inn í eyrun á mér eða á bak við glerin í gleraugunum mínum.
Héðan af ætla ég að vona að allir séu með á nótunum og hætti að láta eins og ég hafi ekkert fyrir mér í þessu máli.
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Afhjúpun !!!
Þetta klukk-fár er alveg að líða hjá og undir lok og engum hefur svo mikið sem dottið í hug að klukka mig! Ég bjarga mér sjálf.
Hvað heitirðu? Vilborg.
Hvernig er hárið á þér á litinn? Rautt.
Ertu í skóla? Já.
Hvað finnst þér best? Diet kók.
Ertu gefin fyrir að fá þér í glas? Nei.
Í hvernig fötum ertu? Nátt.
Er ekki gaman að lifa? Jú.
Ertu ekki í stuði? Jú.
Nei nú er ég að verða of persónuleg..
Hvað heitirðu? Vilborg.
Hvernig er hárið á þér á litinn? Rautt.
Ertu í skóla? Já.
Hvað finnst þér best? Diet kók.
Ertu gefin fyrir að fá þér í glas? Nei.
Í hvernig fötum ertu? Nátt.
Er ekki gaman að lifa? Jú.
Ertu ekki í stuði? Jú.
Nei nú er ég að verða of persónuleg..
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Dólgsleg diplómatík
Úlfúð í þinn garð fer vaxandi ef þú tekur ekki fast á málunum. Þú veist upp á þig sökina og þarft að vinna markvisst að lausninni. -stjörnuspá dagsins, Blaðið.
Með ummælum mínum um ástarsambönd í síðasta bloggi hefur mér tekist að særa fram bloggdólg. Dólgurinn sá hafði uppi dólgsleg ummæli um brjóstastærð mína og frjósemi. Ég átti satt að segja ekki von á slíkum viðbrögðum og hafði hugsað mér að slá þessu öllu upp í grín. Jafnvel svara á dólgslegum nótum, en með stjörnuspá eins og þessa sem ég birti hér að ofan tek ég enga áhættu. Ég bið því bloggdólginn afsökunar á því að hafa sært tilfinningar hans. Og ég bið alla þá sem ég þekki og eru í ástarsamböndum afsökunar á því að hafa talað óvarlega um sambönd. Og auðvitað bið ég alla geðsjúklinga auðmjúklega afsökunar á stingandi háðinu sem í fólst í ummælum mínum.
Það verður að viðurkennast að ég er enginn sérstakur aðdáandi ástarsambanda. En þrátt fyrir meint flöt brjóst og ófrjósemi hef ég elskað. Ég er mikill aðdáandi ástarinnar, l'amour eða The Big L eins og ég kýs að kalla ástandið. Ég elska að elska og ég elska fólk sem elskar. Ég hef staðið í ástarsamböndum með strákum, samböndin fóru öll til fjandans en ást mín í garð þeirra lifir! Það er til lag um þetta, sem er svona:
Ástin,
dúggadúggadúggadúggadúgg,
dugir að eilífu.
Annars er ég orðin leið á að vera dipló og væmin.. hvað finnst ykkur um unglinga? Er til leiðinlegra fólk?
Með ummælum mínum um ástarsambönd í síðasta bloggi hefur mér tekist að særa fram bloggdólg. Dólgurinn sá hafði uppi dólgsleg ummæli um brjóstastærð mína og frjósemi. Ég átti satt að segja ekki von á slíkum viðbrögðum og hafði hugsað mér að slá þessu öllu upp í grín. Jafnvel svara á dólgslegum nótum, en með stjörnuspá eins og þessa sem ég birti hér að ofan tek ég enga áhættu. Ég bið því bloggdólginn afsökunar á því að hafa sært tilfinningar hans. Og ég bið alla þá sem ég þekki og eru í ástarsamböndum afsökunar á því að hafa talað óvarlega um sambönd. Og auðvitað bið ég alla geðsjúklinga auðmjúklega afsökunar á stingandi háðinu sem í fólst í ummælum mínum.
Það verður að viðurkennast að ég er enginn sérstakur aðdáandi ástarsambanda. En þrátt fyrir meint flöt brjóst og ófrjósemi hef ég elskað. Ég er mikill aðdáandi ástarinnar, l'amour eða The Big L eins og ég kýs að kalla ástandið. Ég elska að elska og ég elska fólk sem elskar. Ég hef staðið í ástarsamböndum með strákum, samböndin fóru öll til fjandans en ást mín í garð þeirra lifir! Það er til lag um þetta, sem er svona:
Ástin,
dúggadúggadúggadúggadúgg,
dugir að eilífu.
Annars er ég orðin leið á að vera dipló og væmin.. hvað finnst ykkur um unglinga? Er til leiðinlegra fólk?
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Þessi ást..
All you need is love.
Lúbbídúbbídú.
All you need is love.
Lúbbídúbbídú.
All you need is love, love.
love is all you need.
Einu sinni, þegar ég var góður og yndislegur unglingur, sat ég við allsnægtaborðið sem pabbi smíðaði og stóð í eldhúsinu og var í rífandi hressu skapi. Ég sönglaði lagið Blátt lítið blóm eitt er og klippti hjörtu út úr dagblaðinu. Pabbi sat gegnt mér við borðið og brosti asnalega. Svo spurði hann mig hvort ég væri skotin í strák. Ég fékk nett sjokk enda enn ekki farin að geta rætt um ástina við foreldra mína án þess að segja þeim að fökkast til að láta mig í friði ég væri sko bara ekki skotin í neinum djíses motherfokking kræst auk þess sem að það kæmi þeim ekki neitt við. Ég sagði honum að fökkast til að láta mig í friði ég væri sko bara ekki skotin í neinum djíses motherfokking kræst. Hann trúði mér ekki en ég vil bara að þessi misskilningur leiðréttist hér með. Ég var ekki skotin í neinum. Ég var bara kát !
Látið mig svo í friði með þessar spurningar um hvort ég ætli ekki að fara að ná mér kærasta, mér finnst "ástarsambönd" vera hobbý fyrir geðsjúklinga.
Annars bara hress!
Lúbbídúbbídú.
All you need is love.
Lúbbídúbbídú.
All you need is love, love.
love is all you need.
Einu sinni, þegar ég var góður og yndislegur unglingur, sat ég við allsnægtaborðið sem pabbi smíðaði og stóð í eldhúsinu og var í rífandi hressu skapi. Ég sönglaði lagið Blátt lítið blóm eitt er og klippti hjörtu út úr dagblaðinu. Pabbi sat gegnt mér við borðið og brosti asnalega. Svo spurði hann mig hvort ég væri skotin í strák. Ég fékk nett sjokk enda enn ekki farin að geta rætt um ástina við foreldra mína án þess að segja þeim að fökkast til að láta mig í friði ég væri sko bara ekki skotin í neinum djíses motherfokking kræst auk þess sem að það kæmi þeim ekki neitt við. Ég sagði honum að fökkast til að láta mig í friði ég væri sko bara ekki skotin í neinum djíses motherfokking kræst. Hann trúði mér ekki en ég vil bara að þessi misskilningur leiðréttist hér með. Ég var ekki skotin í neinum. Ég var bara kát !
Látið mig svo í friði með þessar spurningar um hvort ég ætli ekki að fara að ná mér kærasta, mér finnst "ástarsambönd" vera hobbý fyrir geðsjúklinga.
Annars bara hress!