föstudagur, janúar 06, 2006

Til hamingju með framtíðina, mannkyn.

Nýtt ár. Áramót eru alltaf sérstaklega hátíðleg og dularfull að mínu mati. Ég græt alltaf heilmikið yfir fréttaannálunum. Ekki vegna innihaldi fréttana heldur af því að akkúrat þá eru langflestir landsmenn að horfa á sjónvarpið, með mér í anda. Ég finn svo sterkt fyrir því að vera partur af hópi að ég get ekki annað en grenjað úr mér augun. Óþarfa viðkvæmni segja sumir. Þess má geta að táraflóðið eykst um helming þegar skaupið byrjar. Þá hlæ ég yfirleitt manna mest til að hafa afsökun fyrir því að tárin skuli leka niður kinnarnar á mér. Annars bætti ég á táraflóðið í ár með því að fara í messu með föður mínum klukkan sex á gamlárskvöld. Yndisleg stund. Þegar kom að því að syngja "Nú árið er liðið" var ég komin með ekka og lá við yfirliði af allri þessari fegurð og samkennd með mannkyninu. Eiginlega get ég ekki lýst tilfinningum mínum almennilega, nema þá helst í kveðskapi (Ég bið lesendur mína afsökunar á því að þessa dagana þjáist ég af öfugri þágufallssýki. Hún felst í því að setja þágufallslegar endingar á sum nafnorð í lok setningar, sama hvort það á við eða ekki).

Áramót
Það er eins og allir
eigi afmæli
í dag.
Saman.

Eftir að hafa skálað í óáfengu freyðivíni (sem var reyndar ekki bara óáfengt heldur hét Æbble böbbler og var ætlað börnum) tók unggæðingurinn í mér við. Ég poppaði bjór og tjúnnaði upp í djassinum í ríkisútvarpinu, dansaði við mömmu í eldhúsinu og ákvað svo að fara í partý. Adda vinkona varð fyrir valinu og þangað skutlaði Gísli bróðir minn mér. Heima hjá Öddu voru, eins og von var til, allir helstu spámenn og nornir Eyjafjarðar samankomin. Ég var samstundis dregin inn í dularfullt eldhúspartý með kristalskúlum og tarot spilum. Þar fékk ég þær fréttir að eldri maður myndi verða elskhugi minn á árinu, ég ætti eftir að finna Guð og þroskast mikið og að skáldsögur og ljóðagerð ættu fyrir mér að liggja í framtíðinni.
Ég var í partýinu nógu lengi til að missa af miðbæjargeðveikinni, eða til átta um morguninn. Þegar ég kom heim mætti ég mömmu og pabba í dyrunum en þau voru á leiðinni með mömmu í vinnuna. Þau buðu mér góðan daginn, alltaf hress, og ég ákvað að leggja mig. Þegar ég vaknaði aftur var nýja árið komið á blússandi siglingu og lofaði góðu. Ég borðaði góðan mat og ákvað, ásamt föður mínum, að strengja það eina áramótaheit(i) að breyta ekki neinu.

Öfugmæli...
Svona á að hafa þetta.Hafðu það gott og ég hef sko verið að fara í vinnuna á elló og Þröstur að koma heim.Man að ég mætti honum úti.Gleðilegt ár(tengdadóttir)vona að þú og öll þín fjölskylda eigið gott ár frammundan.Ástarkveðja Dúna gamla,Grýla.
 
You do everything like your sister, don´t you ... an older lover !!!
 
I miss you babe. Coma back babe. Eða eins og segir í laginu: "Babe, i love you sooooooo, and i want you to know, that iiiiii wanna töts jor booodí..." Nei bíddu... ha?
Dúbbi the pitsjen
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?