mánudagur, janúar 23, 2006

Rómantíkin

Ég tók próf á quizfarm.com um heimssýn mína.

You scored as Romanticist. Romanticism encourages society to look backwards to find our solutions. Your rationale is that things were much better a few hundred years ago so we should thus look back to those times and replace them in our modern society. You believe in a simple life and that the complexities of the modern world have turned it upside down.

Look backwords to find our solutions! Ég held ekki að fortíðin bjóði upp á neinar aðrar lausnir en að læra af mistökunum en allur slíkur lærdómur verður aðeins í lífi einstaklinga en ekki samfélaga og af því að það eru alltaf að fæðast nýjir einstaklingar sem hafa ekki gert nein mistök þá verða alltaf sömu mistökin gerð, bara með nýrri tækni.
Röksemdafærsla mín er ekki sú að allt hafi verið betra fyrir nokkur hundruð árum. Reyndar hafði fólk meira samneyti við náttúruna þá en nú en það var vegna þess að það neyddist til þess, og ég er viss um að fólki leiddist náttúran og allt sem henni viðkom, enda hefðu allar þessar tækninýjungar sem miða að því að útiloka náttúruna úr okkar daglega umhverfi ekki litið dagsins ljós annars.
Ég er ekki viss um að nútíminn í fortíðinni hafi verið einfaldari en hann er nú. Það fer reyndar allt eftir því hvernig við skilgreinum einfalt. Mér finnst líf sem er fullt af tækni sem miðar að því að hreyfa líkamann sem minnst til að "spara tíma" til að geta eytt meiri tíma í afþreyingu (horfa á sjónvarpið) einfalt. Svo einfalt að það drepur niður lífsvilja fólks á örfáum árum.
Hver einstök manneskja er alltaf jafn fersk og vitlaus sama hvernig tímarnir breytast. Við fæðumst, lifum og gerum sömu mistökin og forfeður okkar gerðu, lærum á endanum af mistökunum en erum þá komin yfir þann aldur sem vestræni heimurinn tekur mark á. Gleymum um leið að við vorum einu sinni ung og skiljum ekkert í unga fólkinu að vera með þetta vesen alltaf hreint.

Annars er ég bara hress!

Öfugmæli...
Ég er líka hress...
Ekki það að þú hafir spurt mig hvernig ég hafi það. En ég er samt hress.
Magga.
 
Ég er ekki hress !!!
 
Stopp the mjúsik! Hver er ekki hress?! Skiljið eftir nafn og símanúmer ef þið eruð ekki hress svo ég geti hringt í ykkur og dreift hressleikanum.
 
Ég er allveg sæmilega hress og skrifa ekki nafnlaust.Ætla bara að benda þér á að ég man allveg hvernig lífið var þegar ég var jafn gömul þér,þá átti ég fjórar stelpur á aldrinum 6 mánaða til tæplega fimm ára.Og óska engum þess sama.Haha Fanney var sko ekki fædd.Þannig að það erfiðasta var eftir híhí djók.Hafið þið það svo eins gott og þið getið.Dúna.
 
Þú ert nú ekki orðinn neinn elliheimilismatur Dúna mín. Enda hefurðu enn ekki lært af mistökunum, ég veit ekki betur en að þú hafir tekið að þér aðra eins hrúgu af krökkum og þú eignaðist hérna í denn!:D
 
ÆÆ.Dúna
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?