þriðjudagur, desember 06, 2005

Taka pjásu?

Hahaha. Nú er kátt á hjalla hjá okkur lesbíunum á Vesturgötunni. Við sitjum hérna tvær við eldhúsborðið, löngu búnar að gefast upp á lærdómi og stressi og bjór kominn í spilið. Fyndið hvað allt sem maður gerir í próftíð verður þrungið tilgangi og merkingu. Mér finnst t.d. alltaf brennandi nauðsynlegt að þrífa íbúðina hátt og lágt þegar mikið álag er í skólanum. Svo geri ég lista yfir allt sem ég þarf að gera áður en ég dey, fer í löng heit böð, fæ mér bjór (N.B. án þess að detta almennilega í það, sérstakt..), tek kaupæði í Kringlunni, skoða ALLT á internetinu sem ég hef ENGANN áhuga á, leik mér í snjónum, legg metnað minn í allt sem ég kasta til hendinni við annars; eins og að búa til heimsins bestu samloku! Hella upp á heimsins besta kaffi! Brjóta handklæðin saman eins og mamma gerir það!
Hei, verð að kötta þetta sjort, Fanney fann eitthvað fyndið á dýraland.is...

Öfugmæli...
Já dýraland.is er spennandi! Annars ætla ég bara að biðja þig, fyrst þú ert að fara að taka til og þrífa, að þurrka rykið ofan af dyrakörmunum (kömrunum eins og sumir vilja kalla það (ég)) og þrífa bakaraofninn! Takk svo mikið!
Tungukoss frá mér!
Fanney lessa
 
Já fyrst þú minnist á það, best ég taki gólflistana í leiðinni:D Værir þú til í að greiða þér, þú ert ekki alveg symmetrísk og ég get ekki einbeitt mér út af þessu..
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?