þriðjudagur, desember 13, 2005

Leffíng viþ Jesös

Ég var búin að segjast ætla vaka í alla nótt og klára ritgerðina sem ég á að skila á morgun. Mér skilst að annað hvort hafi ég frest til klukkan fjögur eða til miðnættis. Skiptir ekki máli þannig séð, ritgerðin er nánast tilbúin svo frestur til fjögur á morgun dugar fínt. Vegna þess hversu vel mér miðar ætla ég að beila á loforði mínu til sjálfrar mín um að vaka alla nóttina til að geta klárað ritgerðina fyrir átta í fyrramálið og skila henni þá. Ég er orðin óhemju þreytt. Mér finnst allt sem ég skrifa vera brjálæðislega fyndið sem er öruggt merki um greindarskort vegna svefnleysis. Þess má geta að umfjöllunarefni ritgerðarinnar er munurinn á messum (í kirkjum, já) og leiksýningum. Ekkert leiðinlegt í sjálfu sér, en alveg örugglega ekki fyndið.

Öfugmæli...
Það er allt fyndið kl 4! Sakna þin... þu ert reyndar inni i eldhusi en eg inni i stofu... en samt!
 
og þú vildir ekki koma með okkur KFC vegna þess að þú ÞURFTIR svo mikið að læra í gær... pfhifffff-huu.

og já þið eruð klikkaðar - að vera að kommenta svona hjá hvor annarri er solltið halló (en samt dáist ég að ykkur fyrir að vera svona svalar eins og þið eruð... ;)

sjáumst. H.
 
Ég meina.. messa.. hvað er ekki fyndið við messu?
Magga messa (.. eða var það lessa?)
 
hérna, Boggaaa! Ég var að hugsa...ég var að koma úr búðinni því við erum sko í próftíð og þá má maður kaupa sér svona hitt og ýmilsegt gotterí. Þá rann bara upp fyrir mér þar sem ég stend á búðartgólfinu hvað ég á eftir að verða alveg brillíant amma!Jú því ég kann að koma fólki á óvart með svona gotteríi...já og þá bara pompðir þú alltí einu uppí hausinn minn að þú ættir ekki eftir að verða síðri amma....enda komnar undan sömu ömmunnii...jæja meira var það ekki, Óskar biður að heilsa Boggu frænku. Jú það verður greinskortur vegna svefnskorts...hér hef ég sýnt það og sannað...hilsen hildur grendma!
 
Komnar undan sömu ömmunni... þetta hljómar svo vel!
Annars vildi ég bara kvarta yfir því að þú ert ekkert búin að blogga um það hvað þú saknar mín mikið... ég er pínu sár... (alltaf þegar ég segi pínu, þá meina ég helling). Búin í prófum og engin Vilborg til að fagna með...
Og Hannes... þú öfundar okkur bara á því að búa saman, þú myndir svoooo vilja búa með okkur!!!
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?