sunnudagur, desember 25, 2005
Jólin láta ekki bíða eftir sér, en áramótunum hefur verið seinkað um sekúndu
Nú eru jólin komin eina ferðina enn. Mikið er það ágætt. Ég er stödd á heimili foreldra minna á Akureyri. Ég var búin að hlakka þessi ósköp til að komast heim í jólafrí til að slaka á og búa mig undir æsilega næstu önn. En því miður hafa draugar, ásamt Jónínu systur minni, sest að í gamla herberginu mínu svo ég get ekki sofið þar heldur verð að kúldrast inni í stofu.. í sófanum.. sem er ekkert spes. Annað sem veldur mér áhyggjum og kvíða og er síst til þess fallið að ég slaki á er að hér morar allt í pínulitlum flugum sem enginn sér nema ég. Ég er búin að sitja með bakið í vegg og húfu á hausnum og veifa frá mér ósýnilegurm flugum síðan ég kom. Mamma lítur af og til á mig og klappar og kinkar kolli í viðurkenningarskyni, ég held að hún haldi að þetta sé einhver gjörningur hjá mér, enda trúir hún ekki á ósýnilegar flugur og hefur aldrei gert. Auk þess sem að hún túlkar allt sem ég geri sem list eftir að ég byrjaði í Listaháskólanum.
Það fór annars eins og mig grunaði eftir síðasta blogg. Ritgerðin sem ég hafði skrifað um nóttina var ó....... Í íslensku er "ó" yfirleitt neikvætt forskeyti á lýsingarorðum. Þó eru til orð sem eru neikvæð í eiginlegri merkingu en geta haft jákvæða merkingu í framburði, eins og "ótrúleg" og "óstjórnlega". Hvort túlka megi þessi orð sem jákvæð eða neikvæð ræðst þó yfirleitt á því sem á eftir þeim kemur.
Annars er þetta ljúft og gott líf.
Gleðileg jól allir mínir vinir og fjandmenn! Gleðileg jól!
Það fór annars eins og mig grunaði eftir síðasta blogg. Ritgerðin sem ég hafði skrifað um nóttina var ó....... Í íslensku er "ó" yfirleitt neikvætt forskeyti á lýsingarorðum. Þó eru til orð sem eru neikvæð í eiginlegri merkingu en geta haft jákvæða merkingu í framburði, eins og "ótrúleg" og "óstjórnlega". Hvort túlka megi þessi orð sem jákvæð eða neikvæð ræðst þó yfirleitt á því sem á eftir þeim kemur.
Annars er þetta ljúft og gott líf.
Gleðileg jól allir mínir vinir og fjandmenn! Gleðileg jól!
Ãfugmæli...
<< Heim
Ég hef líka orðið vör við draugana og flugurnar !!! Það er eitthvað dularfullt að gerast á þessu heimili !!!
Skrifa ummæli
<< Heim