föstudagur, desember 09, 2005

The best reason to own a mouth!

Jibbí. Þá er ég komin í JÓLAFRÍ! Á reyndar eftir að skrifa tvær ritgerðir og mæta í eitt próf, en það er ekkert. Reyndar held ég að ég eigi eftir að sakna samnemenda minna og kennara svolítið. Ég er farin að venjast hressleika þeirra. En ég hitti þau fljótt aftur. Auk þess sem ég fæ tækifæri til að vera með yndislegustu fjölskyldu í heimi (minni) um jólin!
Í morgun frumsýndum við verkið okkar NOMAYO í skólanum. Það vakti lukku. Þetta var voða skemmtilegt. Voða listó allt saman. Fimm manneskjur í herbergi sem klætt hafði verið að innan með svörtum ruslapokum, dans og söngur og mikið majones. Tekið skal fram að það var ég sem útvegaði 20 lítra af ókeypis majonesi, enda hef ég víðtæk sambönd í majonesheiminum. Ég er búin að læra ýmislegt í vikunni:
- það er auðvelt að útvega majones
- ég er sjarmerandi þegar ég er útötuð í majonesi
- það er gott að baða sig upp úr majonesi
- majones er fallegt
- majones er gott fyrir húðina
Svo segir fólk að maður læri ekki neitt í leiklistarskóla.. Í rannsóknarvinnu fyrir verkefnið fundum við meðal annars þessa heimasíðu: http://world-of-mayo.com/ Hún ætti að fá einhverskonar verðlaun.

Öfugmæli...
Vilborg þú ert meiriháttar þetta segir mamma lessunnar sem þú leigir með.Ég ætla að senda þér jólakort til mömmu og pabba,verður þú ekki þar um jólin,erðanú spurning auðvitað.Þú ert rauðhærð og það er hægt að stóla á þig.Eins og Mömmu þína og fleyrri.Mundu það alltaf að þú ert perla sem gerði okkur hinum þann greyða að fæðast á Íslandi.Mér þykir svo vænt um þig.
 
Okkur lesbíunum á Vesturgötunni þykir líka afskaplega vænt um þig Dúna mín:D Þú stendur þig frábærlega vel í kommentunum og mér finnst að allir sem lesa þetta blogg mættu taka sér þig til fyrirmyndar! Kooma svo allir, einn tveir og kommenta!:D Lots of lov!
 
Mér þykir líka rosa vænt um þig, bæði með og án majoness - meira samt án :-)
 
Ég eeeeeeeeeeeeeelska þig!!!!
Eeeeeeeeeeeeeeeelske þig!!
Ójá Elska þig...
Hérna.. er eitthvað eftir af þessu majonesi, segirðu?
Ef það er svona lítið mál að redda majonesi þá kannski getum við látið draum okkar rætast! Með majones hangover pills... One pill of majones and your sober as a horse!
Maggbla
 
majones eða mæjones...er það kannski mayones....eða er þetta bara rétt kannski majones....datt líka í hug meidjónedz...neeeei ætli það...eða hvað....allaveg hér er staka

--------------------------
Hún Vilborg hún vill majones
allan daginn heilan
engan vegin sókrates
kúkar svo í balan
--------------------------

við þetta er svo engu að bæta nema þá kannski

kveð jeg nu mín kæra vina
vandi er um slíkt að spá
farðu hægt í drykkina
svo ekki farir hratt uppá


blez :D
 
Ég er nú bara að kommenta svona af skyldurækni - ég var eiginlega rekinn til þess!

En það er gott að benda á heilsusamleika majoness s ss .. Ég held að það gæti hjálpað töluvert að innbyrða dálítið mikið af majonesu og öðru svona feitu - ég hef nefnilega heyrt að ýmislegt sem maður lætur ofan í sig geti festst sts tstst .. í svonefndum æðum sem eru innra með okkur og þá myndast kransæðastífla, sem kallað er.

Maður skyldi nú bara ætla að nógu feitur matur hjálpi til við að leysa þetta vandamál og smyrji þessar kransæðar bara duglega svo ekkert loði við þær.

..annars hef ég líka heyrt að það sé voða gott að drekka teflon og losa það bara í sýstemið - það er til á spreybrúsum í öllum betri apótekum, sennilega hjá hægðartregðulyfjunum.
 
Getur maður einhversstaðar séð þessa mayo sýningu? Mig langar að baða mig í mayo...geri það um jólin ;)
 
Nei þetta var fyrsta og eina sýningin:( En ég skal baða mig með þér í majonesi eeeeenítæmm Dunda mín:D
 
Þu att nu eftir ad rulla tessum rit-erðum upp and profinu lika! Er i biludu tölvunni tinni, cant do better! :o)
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?