þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Útvarpsflipparar

Ég elska fólkið sem hringir í útvarpið og svarar spurningum útvarpsmannsin þegar engin verðlaun eru í boði. Sérstaklega þegar maðurinn í útvarpinu segir eitthvað í líkingu við: "hvað finnst ykkur kæru hlustendur, eru færri rjúpur á ferli nú en í fyrra?" Og fólk hringir inn: "Jú, mér finnst þær færri". Og útvarpsmaðurinn þakkar pent fyrir svarið, skellir á og segir svo: "Við skulum sjá hvað næsti hefur að segja um málið". Hehe, þvílíkir flipparar. Mín kenning er sú að það séu bara svona 10 manns á landinu sem hringja alltaf. Ég hefi hugsað mér að bætast í þennan hóp. Skyldu þeir vera með árshátíð?

Öfugmæli...
Ahahahahahhahahahaaa!!!! Já þetta er það sem við gerum í ellinni, Vilborg :) Hringjum í gufuna og segjum okkar skoðanir.. á ÖLLU :D
"Já ég held ég sé verri í liðagigtinni þegar rignir."
Takk fyrir.
Magga útvarpsflippari
 
Ég er geim!!!
Hef einmitt oft heyrt: "Já blessaður (svo kemur nafnið), auðvitað þekki ég ÞIG!!" Greinilega alltaf sama fólkið! Mig langar að verða svona þekkt... Svo þekkt að Sigurður Tómasson eða hvað hann nú heitir þekki röddina mína!
Kærastan
 
þetta er ÖRMURLEGT blogg kerfi!!! ég vildi kvitta með

Hannes H. Árdal

en ekkki

hannes h. árdal

sem er þvílíkt glatad.is/hallærislegt

anyhow... c ja
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?