miðvikudagur, september 07, 2005

Barátta milli góðs og ills (nammið og heilsan)

Ég er byrjuð í skólanum! Ein og hálf vika liðin og mér líst alltaf betur og betur á þetta þótt ég hafi verið með örlítið kalda fætur fyrst (enskusletta; "cold feet"; að hafa verið stressuð og óviss um að ég væri að gera rétta hlutinn). Svo skemmtilega vildi til að í þessari viku erum við búin að vera að vinna við markmiðasetningu, mjög náin og persónuleg vinna, og ég komst að því að ég var langt frá því að vera ein með kalda fætur. Í rauninni er þessi vika bara búin að vera einskonar hópmeðferð og sjálfsstyrking sem er akkúrat sem ég þurfti á að halda. Þvílík stjórnlaus lukka þar á ferð.
Markmið vikunnar: passa mig á tyrkisk pepper og dæet kóki. Of mikið leiðir bara af sér löngun í meira og meira og meira.
Jæja, ég ætla að taka mig til fyrir frænkukvöld í Perlunni.
Verið þið blessuð og sæl.
Ég elska ykkur öll vanvittighedsen mikið.

Öfugmæli...
Láttu molana mína í friði frekjuhundurinn þinn!!!
Hahh! Brá þér?
Þín Fanney
 
Ég er að djamma. Finnst seeeeed að enginn skuli elska mig nógu mikið til að kommenta hjá mér. Elskar mig enginn? Ég elska mig. omg, æ did it agen.
 
I love you.

Jónína
 
Hey, ég les alltaf bloggið þitt, finnst þú ógurlega skemmtileg og endilega bloggaðu meira!!
Kolbrún Tálknfirska
 
Sama hér - en finnskan batnar með hverju nýju orði! Vildi bara kommenta til að sýna að ég kom í heimsókn! :D
 
Svona er þetta, ég og mínir tenglar alltaf dreifandi kærleikanum, alveg óstöðvandi. Annað sem er óstöðvandi er hamingjuhrollurinn sem liðast um mig þegar ég heimsæki þetta blogg. Satt!
 
Ástarkveðja til þín,Þú ert æðisleg mundu það,og þið báðar þarna á Vesturgötunni.Kíki á ykkur um næstu helgi Fanney veit það ekki ahaha bless.
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?