föstudagur, júlí 22, 2005

Hvers lax er þetta?!

Langur tími liðinn frá því ég bloggaði síðast maður! Einn dyggur aðdáandi er búinn að kvarta og ég get bara ekki gert fólki það lengur að uppfæra ekki bloggið. Allavega! Ég er alveg að finna mig í nýju sumarvinnunni. Sérstaklega í roðflettingunum. Ég hefði ekki haldið að ég væri svona hæfileikarík á því sviði en annað hefur komið í ljós. Núna stend ég á bakvið allan daginn, veð ýsuflök upp að hnjám og roðfletti og roðfletti.. Færni mín með roðflettihnífinn kom þó ekki í veg fyrir að ég skæri framan af þumli um daginn. Það gerðist þannig að ég var að roðfletta á fullu, með hnífinn í annarri og flakið í hinni þegar ég finn allt í einu að ég er ekki að skera í fiskinn heldur í sjálfa mig. Shippohoj hugsaði ég, nú hef ég heldur betur komið mér í hann krappann. Leit niður en sá ekkert blóð. En í því að ég ætla að fara að rannsaka þetta nánar byrjar bara að blæða á fullu. Ég, verandi nagli og sjómaður, bölvaði bara smá, skellti svo utan um þetta skítugri tusku og hélt svo áfram að roðfletta. Fannst einhvernveginn eins og skro myndi hæfa þessu tilefni vel, en átti því miður ekkert slíkt.
Fyrir utan þetta smávægilega óhapp hefur verið gott og gaman í vinnunni. Mér semur vel við fiskana og þeim finnst ekkert um mig, enda dauðir. Það eina sem skyggir á hamingju okkar (mína og fiskanna) eru flugurnar. Ég hef staðið í stórfelldum fjöldamorðum á flugum, eitra fyrir þeim hægri vinstri og horfi á þær engjast af kvölum áður en þær deyja. Sálin í mér verður svartari og svartari með hverri flugu sem ég drep og ég sef varla á nóttunni því ég held að þær hyggi á hefndir. Ég held ég sé skyggn því ég sé framliðnar flugur í hverju horni. Reyndar getur verið að ég sé að ímynda mér, en það er ólíklegt.. Ég vona bara að þær séu í himnaríki núna, svona flugnahimnaríki sem allt er fullt af dauðum fiski og einhverju rusli. Þær elska svoleiðis.
Annars langar mig að óska Jónínu systur minni til hamingju með afmælið í dag! Hún er 29 ára, lítur út eins og 22 og líður eins og hún sé 16! Ég átti líka afmæli í fyrridag! Orðin 23, lít út eins og 35 og líður eins og gamalli konu.
Jæja. Jesús elskar alla.
Lots of love from me to.

Lots of love!

Öfugmæli...
Jeeeeessssssssss! Ég á fyrsta kommentið!! Nú geturðu ekki kvartað, haaa... Annars er það helst að þú varst á netinu í gær og neitaðir að koma og spjalla við mig á msn. Ég á erfitt uppdráttar með að fyrirgefa slíka vitleysu, en ég skal gera mitt besta. Einnig er hún dóttir mín komin með heimasíðu. Hvet þig til að skrifa í gestabókina.Allrahanda.. þá ætla ég að fara út í góða veðrið og sópa í mig veðrið. Kannski jafnvel færast öll í aukana..
Maggan frá Dalvíkinni..
 
með hverjum fisk sem þú roðflettir særir þú einnig sálu mína meir og meir enda er ég fiskur andlega...jafnt sem líkamlega... :/ ?
 
Áfram Vilborg blogga alltaf gaman að lesa bullið ó þér.
 
hingað verð ég að koma oftar, elsku Vilborg mín! Mig langar til að klappa fyrir þér, vegna svo margra hluta, og ég ætla að gera það hér og nú ******* Til hamingju með afmælið, til hamingju með starfið og til hamingju með það að geta samsvarað þig með nasistum (þar sem þú ert bæði mass-mörderer og talar þýsku)... Þetta blogg er snilld, og þú ert snilld. Love you, ehm... ég meina "Ich liebe dich, mein führer!!!"
Sunna
 
Ég verð endilega að fara að skella mér í lax...
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?