sunnudagur, júní 26, 2005

REEEIF Í FÓTINN!

Það er stuð á mér í dag. Ég fór út á lífið í gær með Ásu vinkonu og Kristínu vinkonu hennar. Þær voru í bleyti og ég var þurr á bíl. Ég lenti nú samt í sætri löggu sem lét mig blása í hvítt rör. Hann bað mig um leyfa sér að sjá ökuskírteinið mitt. Ég reif upp veskið, alveg að drepast úr stressi (hef sko aldrei verið stoppuð af löggunni áður og fannst eins ég yrði að láta eins og ég væri edrú þótt ég væri það sko geðveikt) og lét hann hafa debet kortið í misgáningi. Hann leit á mig með "ertu ekki að djóka í mér fyllibyttan þín" fyrirlitningarsvip og sagði svo, mjög þurr á manninn: "við tökum ekki við mútum". Ása reyndi að bjarga því sem bjargað varð með því að flagga brjóstunum eins og hún gat framan í hann. Á meðan sat Kristín aftur í og hló eins og vitleysingur. Ég baðst afsökunar á ruglinu og lét hann hafa ökuskírteinið sem var einhverra hluta vegna löðrandi í gamalli hamborgarasósu. Hann skoðaði það, lét mig svo blása. Ég beið eftir niðurstöðunum með hnút í maganum því í matarboði hjá Hildi frænku og Óskari fyrr um kvöldið hafði ég þegið hálft glas af bollu til að falla betur inn í hópinn (helvítis hópþrýstingur). Á meðan við biðum eftir niðurstöðunum sagði löggan sagði mér að þótt að ég fengi mér bara einn bjór þá gæti það mælst, ég þyrfti að passa mig á því. Ég var næstum því farin að gráta og biðjast afsökunar á því að vera að flækjast um í umferðinni með hálft bolluglas í blóðinu, þegar hann þakkaði mér bara pent fyrir og bað mig vel að lifa. Hjúkket.
Annars var ég að skoða álitlega íbúð á Vesturgötu. Vona að við fáum hana. Ætla sko að leigja með Jónasínu vinkonu næsta vetur. Hún er æði. Íbúðin sko. Jónasína líka náttúrulega. Sérstaklega æðisleg því hún leyfir mér að vera hjá sér í herberginu sem hún er að leigja. Takk takk takk takk fyrir það elsku Jónasína mín, þú ert best, rspct. Mér fannst ég samt ekki koma nógu vel fyrir, var eitthvað nývöknuð og rám eins og fyllibytta. Mig langaði helst að segja konunni að ég hefði ekki verið á fylleríi kvöldið áður en fannst hálf bjánalegt að nefna það upp úr þurru svo ég sleppti því. Við skulum því öll biðja Guð og Jesús um að hjálpa okkur. Allir á hnén að biðja. Eða ef þið trúið ekki á guð, þá senda bara jákvæða strauma út í alheiminn. Hugsa jákvætt. Ef þið trúið á djöfulinn þá skuluð þið slátra geit. Takk, ég veit ég get treyst á ykkur.

Öfugmæli...
það voru júllurnar sem redduðu málunum þarna sko, annars væriru í steininum,vinan !
 
Hvers konar félagsskap ertu lent í Vilborg mín! Ég sleppi þér lausri í borginni í fáeina daga og hvað gerist?? Júllur, heróín, bollur og löggur?? ... ég kem og næ í þig!
Magga
 
Já ég er sko alveg sammála þér Magga! Ég skrapp einmitt líka norður þessa helgi svo Vilborg hefur bara misst sig í ferðafrelsinu, eins og unglingur á eftirlitslausu sumarbústaðarfylleríi! Þetta mun ekki koma fyrir aftur! Ég læri af mistökunum og fer ekki út úr bænum í bráð! og meðan ég man... Vilborg, af hverju sagðirðu Mér ekki frá lögguævintýrinu... þú veist þú mátt treysta mér fyrir slíku... (amk er þetta soltið særadni þar sem þú treystir öllum öðrum í heiminum fyrir þessu og bjóst ekki við því að ég kæmist í tölvu greinilega!) p.s. má ég kjafta? Við megum gera ráð fyrir þvi að íbúðin sé okkar! (hvað sem "gera ráð fyrir" þýðir nú)

Kv. Jónasína Fanney sem er svo yndilseg að leyfa Boggu sinni að gista á gólfinu... er það nú gestrisnin...
 
Til hamingju með íbúðina!!! Vuhú!!
Núna eruð þið eflaust sveittar við að flytja.. spurning svo hvort að við komumst í heimsókn til ykkar á þriðjudaginn.. spörning...??
Allalvega... Condrads :)
Magga
 
hvernig er þetta er enginn tími á netinu eruð þið ekki með tengingu bæ Dúna.
 
Hæhæ, til hamingju með íbúðina frænka og ská-frænka (þeas Jónasína og Vilborg). ég þarf nú að kíkja á ykkur við tækifæri (og ef þið eruð ekki fluttar nú þegar þá gæti ég kannski borið kassa eða tvo fyrir ykkur...)

tata, Hannes
 
... á spáni er gott að djamma og djúsa, diskótekunum á... HEI! ... (guess who)
 
Pottþétt Magga! Pottþétt! Hver annar fílar að djamma og djúsa á Spáni? Enginn<:(
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?