laugardagur, apríl 23, 2005

„Maður röflar ekki í Jesú“

Jesús er besta vinkona mín. Og fyrir þau ykkar sem finnst ég vera að fara yfirum í þessu Jesú tali, þá er ég aldrei þessu vant að segja sannleikann. Magga er Jesús, og Jesús er Magga og það er ekki bara ég sem held því fram, heldur hefur fólk útí bæ haft orð á þessu. Enda kominn tími til, ég hef vitað þetta árum saman!
Ég er að borða nammi og saltstangir og ídýfu, svona diet Vogaídýfu með kryddblöndu. Ég get borðað endalaust af henni. Ég ELSKA hana. Reyndar elska ég ídýfur yfir höfuð. Eða bara sósur yfir höfuð. Sósur eru svo mikil snilld. Maður er kannski að fara að svæla í sig einhverju hollu, brauði með grænmeti eða einhverju, og finnst það ekkert spes. Þá man maður eftir pítusósunni, skellir henni á og er allt í einu kominn með veislumat í hendurnar. Eða bara kjöt. Segjum dýrindis nautasteik. Hún væri ekkert, EKKERT án Bernæes sósu. Hrossagúllas; væri ekki einu sinni gúllas án sósunnar. Pylsa með öllu; pylsa með hverju, ef ekki væri fyrir allar sósurnar? Lauk og steiktum?. Franskar; réttar og sléttar kartöflur án tómatsósu. Kannski er sósubransinn eitthvað fyrir mig. Kannski ætti ég að fara að læra eitthvað tengt sósugerð. Ég ætla að leggjast undir feld og hugsa minn gang, þessar ritgerðir verða bara að bíða..

Öfugmæli...
Ójá.. allir skulur nammi borða á nammidaginn þann dag er við laug er kenndur.
I have spoken!
 
Svona sósur og ídýfur eru líka alveg nauðsynlegar til að smyrja kransæðarnar, sérstaklega þar sem þær eru farnar að stíflast! Þá komast blóðkornin miklu betur um og svona...
 
JESUS er sósa, sósur eru útum allt á öllu...thad er JESUS líka...augljóst mál!
 
gotta lov the sos
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?