sunnudagur, apríl 10, 2005

Heilsa og sæla
Eftir að pabbi varð löglegt gamalmenni hefur hann fengið gríðarlegan áhuga á heilsunni. Málið er að hann óttast að tapa henni og geta ekki notið þess sem skyldi að þurfa ekki að vinna. Til allrar lukku fyrir hann á mamma allskonar tæki og tól til að mæla blóðsykur og blóðþrýsting. Pabbi mælir oft á dag. Hann lætur sér ekki nægja að mæla hann einu sinni á dag á einum handlegg heldur mælir hann þrisvar á hvorum handlegg og reiknar svo meðaltalið. Blóðsykurmælingarnar eru aðeins meira mál því hann er svo hræddur við nálar. Mamma stingur í hann (minnstu nál í heiminum sem sést ekki einu sinni af því að hún er innbyggð í tækið) og kreistir úr honum blóðdropann sem þarf til mælingarinnar. Á meðan starir hann náfölur út um gluggann og berst við að æla ekki eða falla í yfirlið. Hann lætur sig samt hafa það því hann ætlar ekki að gera heimilislækninum okkar það til geðs að uppgötva hjá honum of háan blóðsykur eða blóðþrýsting. Fyrirbyggjandi aðferðir eins og líkamrækt og grænmetisát hvarfla samt ekki að honum. Spes keis.

Öfugmæli...
Jahérnahér! Hann pabbi þinn er nú sérstakur maður, en að er svosem eitthvað sem ég hef alltaf vitað :)
Magga SEM KOMMENTAR ALLTAF.
 
Pabbi er æði. Svolítið skrýtin en samt æði.

Jónína
 
Ég meinti sko skrýtinn ...
 
Skrýtinn PABBI þinn?getur ekki verið bið að heilsa honum og mömmu þinni líka.Er sá gamli hættur að kenna?ja hérna ég er líka allveg að komast á þennan aldur(eftir 16 ár)bæ Dúna.
 
Áðan keypti ég mér Opal. Áður en ég vissi af var ég bara búin með hann og var svona frekar svekt. Svo klukkutíma seinna eða eitthvað varð mér óvart litið ofaní Opal pakkann og sá þá að það voru fjögur eftir - föst á botninum. Jeminn eini hvað ég var glöð :-)

Jolene
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?