fimmtudagur, mars 03, 2005

Óðurinn til gleðinnar
Þá er maður eina ferðina enn orðinn hamingjusamur. Einhvernveginn vill þetta sveiflast jafnvel þótt ekkert sérstakt sé að gerast í lífi manns. Í mínu lífi er ekkert spes í gangi, ekkert annað en hefur verið að gerast síðustu mánuði, en samt hefur gleðin gagntekið mig enn á ný. Í tilefni af þessu ætla ég að skrifa um hvað allir eru frábærir. Til dæmis eru myndir af Hrönn vinkonu minni úr útskriftarpartýi Hauks inná síðunni hans Egils; www.hi.is/~egillg Hún er ekkert smá flott og falleg á þessum myndum, eins og reyndar alltaf. Það er gaman að eiga svona sæta vinkonu!:D
Svo eru það hjónin. Þau eru alltaf jafn klikkuð og skemmtileg, ef þeirra nyti ekki við væri ég örugglega flutt til útlanda þar sem ég ynni á bar og drykki til að gleyma. Systkini mín eru hvert öðru frábærara. Foreldrar mínir eru svo miklir öðlingar að ég reyni eins og ég get að líkjast þeim í hvívetna. Stundum tekst það, en stundum ekki.. ég held að það stafi af því að ég er andsetin. Andinn heitir Karl Marx og brýst stundum fram með pirring og almenn leiðindi. Einu sinni kom sér þó vel að vera andsetin af Marx, en það var þegar ég tók próf í kenningum hans fyrr í vetur.
Kata mín og Jónasína og auðvitað allir mínir vinir og óvinir. Þetta er allt svo yndislegt fólk og fallegt. Jæja, best að fara á afvikinn stað og gráta svolítið af gleði, óþægilegt að gera það á bókasafninu.
Veriði sæl og blessuð.

Öfugmæli...
Ohhhh... já hvar værirðu án okkar:) Og hvar værum við án þín?!?! Það er ekki gott að vita... oseiseisei
 
Magga sko..
 
Þú ert frábær vilborg!:) Alveg einstök!
Kv. Hrönn:)
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?