sunnudagur, mars 06, 2005

Skátarómantík
Nú ætla ég að hætta að drekka í tvo mánuði. Ég er orðin of gömul fyrir þetta. Ég veit að flestir tala um það að eiga sér ekkert líf þegar þeir eru bara heima hjá sér, horfa á sjónvarpið, læra og vaska upp og hitta aldrei neinn en mér finnst það vera að eiga sér ekkert líf þegar maður flýr heimili sitt til þess að hella sig fullan allar helgar. Eins og maður hafi ekkert betra að gera en að vera fullur. Mig langar að allir haldi að ég sé of upptekin til að vera alltaf á eilífum fylleríum. Ég vil vera upptekin við að sitja heima hjá mér, vera með fjölskyldunni, læra og semja einhver ósköp. Og í rauninni er ég upptekin við það. Það er bara einhver sjálfseyðingarhvöt sem knýr mig út á lífið allar helgar. En nú ætla ég að taka í taumana og vera edrú í tvo mánuði. Heima hjá mér. Að búa eitthvað til. Allt nema börn.
Sorglegt líka að hápunktur kvöldsins skyldi vera að Sunna henti mér í gólfið í ofsafengnu gleðikasti. Þetta gerðist svona: Ég og Ása vorum búnar að vera á trúnó heima hjá henni en ákváðum að fara út þegar klukkan var langt gengin í þrjú. Fyrsta stopp var Karólína (enda ekki langt að fara). Við gengum inn og ég sá ekki neitt, frekar en vanalega, en heyrði útundan mér að einhver kallaði: "hæææææææææ!" Og það næsta sem ég vissi var að Sunna kom hlaupandi, eins og skrattinn úr sauðarleggnum, stökk á mig og í faðmlögum duttum við í gólfið, ég aftur fyrir mig og hún ofan á. Hausinn á mér skall í gólfið og gleraugun mín skutluðust eitthvert. Þetta var eins og í bíómynd. Allir þögnuðu og héldu í sér andanum. Ég, eins og drukknandi manneskja, byrjaði strax að fálma eftir gleraugunum mínum en vissi að baráttan var vonlaus því án þeirra sé ég ekkert. Sunna kom mér til bjargar og benti mér á að þau væru á enninu á mér. Óþarfi að taka það fram að mér fannst ég vera fáránleg.
Mér fannst ég ekkert hafa meitt mig en áður en langt um leið fór ég að finna til í annarri stóru tánni og hélt að hún væri brotin. En ég get hreyft hana og svona núna, svo að líkleg hefur hún bara marist, blessunin.
Annað sem gerðist skemmtilegt var að við eignuðumst vinkonu í leigubílaröðinni sem virtist vera reiðubúin að deyja fyrir leigubíl. Þegar röðin var komin að okkur reyndi einhver stelpa að svindla sér inní okkar bíl og þessi vinkona okkar hélt nú ekki, dró hana út á hárinu og kallaði hana tík og druslu. Algjört NOT ON MY SHIFT dæmi sem gladdi mig ósegjanlega mikið. Ég er ennþá að hlæja að þessu. Ofsalega fín og pen stelpa sem breyttist bara í einhverja súperhetju, eða skrímsli, þegar einhver reyndi að hösla af henni leigubílinn. Mjög fyndið allt saman, og ef ég geri einhverntímann bíómynd þá verður þetta atriði í henni.
Seinasta súrrealíska atriði kvöldsins var þegar Villi bingó naglbítur motherfokkin hottsjott stoppaði leigubílinn í gilinu og fékk að fljóta með, eða "sjanghæaði" leigubílinn eins og hann orðaði það. Svo fór ég bara heim, lagðist upp í sófa, borðaði samloku og horfði á Kill Bill vol. 1 og svo í rúmið. Allur dagurinn í dag er búinn að fara í að sofa sem er rosalega sorglegt.
Á morgun hefst nýr kapítuli í mínu lífi. Ekkert áfengi og minni svefn allan daginn. Pottþétt áætlun. Skátarnir eru málið, þeir haga sér ekki svona!

Öfugmæli...
Núna er klukkan rúmlega 9 og nýji kapitulinn í lífinu hennar Vilborgar hafin. Hún reyndar sefur ennþá voða vært, búin að skrópa í fyrstu tímunum í skólanum og ekkert lítur út fyrir að hún ætli sér að mæta í þá næstu. Er það nú skátalíf segi ég nú bara.

Maria Antoinette
 
Æ obdjekt!
Ferð ekki að hætta að drekka núna Vilborg, vorið að koma og flugurnar fara að koma...svo ég nefni ekki kóngulærnar..
Svona þegar ég hugsa útí það þá er þetta pörfekt tæmíng til að hætta að drekka...
MKH
 
Iss, ég var líka dugleg þegar ég fór loksins á fætur, verst að missa af skólanum... Annars gengur vel hjá mér, klukkan orðin eitt eftir hádegi og ég ennþá bláedrú.
 
well æ salút jú!!

með því að poppa einum ísköldum ölsara pssst glugg glugg glugg glugg

aaaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh
 
Heyrðu já..mér líst vel á þetta plan hjá þér, þetta er einmitt á 5 ára áætluninni hjá mér að vera edrú einhvern tímann í tvo mánuði og þykjast eiga eitthvað líf!
Styð þig heilshugar ;)
 
Var svona leiðinlegt að djamma með mér að þú ákveður bara að hætta að djúsa, HUUUUMMMMMM !!!! ooob booob boob

Ása
 
Nei Ása! Þú misskilur þetta allt saman! Þú ert æði! það voru timburmennirnir sem voru leiðinlegir:(
 
Hjúkk maður ! Ása
 
hjúkk maður !
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?