miðvikudagur, mars 16, 2005

Súkkulaði sæla í sæluríki súkkulaði ælu
Þá er maður enn eina ferðina staddur á bókasafni Háskólans á Akureyri. Ég er í ágætis fílíng núna, enda nýbúin að gleypa í mig Snickers. Minn kæri vinur Reynir typpalingur trúir ekki á sælutilfinningu þá sem einungis næst með því að troða í sig súkkulaði þegar depurðin bankar á dyrnar. En ég trúi á hana. Ég finn fyrir henni. Fyrir 5 mínútum síðan var ég heví blúsuð yfir slæmu gengi í prófi sem ég tók í morgun, en núna er ég búin að ákveða að slappa af og sjá einkunnina áður en ég brjálast. Þetta gerir súkkulaði fyrir mann. Ojá.
Annars held ég barasta að Magga vinkona sé tilfinninganæmur ljóðasnillingur í gerfi lögfræðinema. Tékkiði á nýjasta ljóðinu hennar á www.blog.central.is/maggs ameisíng stöff!

Öfugmæli...
Ameisíng stöff alveg hreint!!
Segðu mér, hvernig næ ég í hana Möggu vinkonu þína?

Einar Kárason

P.s Vilborg, þú mátt eyða númerinu mínu úr símanum þínum
 
Sko Magga, það er víst hægt að kommenta! Sjáðu bara mig!
 
Vó Vilborg! Var þetta THE Einar Kárason að biðja um númerið mitt???
Vá! Ég hlýt að vera æðisleg....
Ég veit hversu mikið þú elskar hann en ég meina, þú verður að gefa ástinni tækifæri annars staðar. Ekki hérna Vilborg mín, ekki hér.... suusssssss sssuuusssssss
 
Kæri Einar. Ég skal hætta að hringja í þig á nóttunni um helgar en ég ætla ekki að eyða símanúmerinu þínu úr símanu mínum, glætan.
 
Iss Magga, hann vill bara sofa hjá þér. Engar áhyggjur, ég sé um þetta! Snáfaðu E.K.! Snáfaðu burt!
 
Það er satt að súkkulaði getur breytt slæmum degi í góðan ... jú víst Reynir.
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?