fimmtudagur, mars 10, 2005

Salami-syndrome
Ég var að vinna verkefni í nótt. Fór mjög seint að sofa en þurfti samt að mæta í skólann klukkan átta í morgun. Ég vaknaði frekar seint og ákvað að taka með mér nesti því ég hafði ekki tíma til að borða morgunmat. Brauð með spægipylsu varð fyrir valinu. Ég smurði mér samloku og hafði bara tvær sneiðar af spægipylsunni á hvorri brauðsneið, því það fer svo í taugarnar á Jónínu systur minni þegar ég fæ mér þrjár og svo er líka allt í lagi að fá sér bara tvær ef maður er að gera samloku. (Lógíkin á bak við þetta allt saman er að tvær spægipylsusneiðar eru ekki nóg til að ná yfir eina brauðsneið, en það er hægt að fiffa þetta til með samlokunni svo að allt brauðið komist í snertingu við smá pylsu). Jónína kom fram í eldhús, nývöknuð, að bursta í sér tennurnar. Hún stoppaði í dyragættinni. Ég leit upp frá iðju minni með spægipylsufitu á fingrunum, hníf í annarri og smjör í hinni, og sá að hún ætlaði að segja eitthvað í líkingu við: "kláraðirðu spægipylsuna?!!!" Ég var viðbúin að munda smjörhnífinn, æsa mig á móti og segjast hafa skammtað mér naumlega svo hún gæti líka fengið. Það væru sko heilar þrjár sneiðar af spægipylsu eftir og hún gæti sko bara étið þær og ekkert helvítis vesen! En það kom ekki til átaka. Hún gekk skrefi nær, sá þessar þrjár spægipylsusneiðar sem eftir voru og hætti við að hjóla í mig. Eftir sat ég, titrandi af æsingi og með starandi augnaráð. Ég held svei mér þá að ég þurfi að fara að passa þrýstinginn maður!

Öfugmæli...
:D þetta er ótrúlegasta og magnaðasta saga af spægipylsu sem ég hef nokkurntíman lesið!!

úff ég var alveg límdur við skjáinn af spenningi hvernig þetta mundi fara...sem betur fer þurfti ekki að beita hnífnum
 
Sjitt! Eg var orðin ekkert má spennt! Hvað ef Jónæina hefði brjálast? Hvað ef þú hefði tekið aðeins of margar sneiðar? Sjitt sjitt
 
Vilborg ! hættu að borða spægipyslur, þær eru ekki inn !
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?