mánudagur, mars 14, 2005
The lady with the wooden hand
Ég er orðin móðursystir í 19. skiptið!!! Jibbí og húrra! Dísa eignaðist risastóra stelpu laugardaginn 12. mars. Hún er svakalega sæt!:D Allt gekk vel og móður og dóttur heilsast ljómandi vel. Hún var 17,5 merkur og 54 cm. Mamma segir að hún sé alveg eins og Sædís, eldri dóttir Dísu systur minnar. Ekki er það nú ónýtt því Sædís er sjúklega sæt!
Mig dreymdi svo fyndinn draum í nótt. Það var þannig að ég fór heim með strák og sofnaði í rúminu hans, þótt það væri ekkert í gangi á milli okkar. Um morguninn þegar ég vaknaði var húsið allt að fyllast af ættingjum og allt að verða vitlaust því það átti að gifta systur hans þá um daginn. Ég hugsaði: Sjitt sjitt, best að drífa mig heim áður en einhver sér mig. Þá kemur inn í herbergið gömul lítil og aumkunarverð kona, amma stráksins. Hún réttir mér vinstri höndina til að heilsa og segir: "ég myndi rétta þér þá hægri en hún er úr tré, ég missti hana í slysi fyrir mörgum árum síðan". Svo lét hún mig þreifa á viðarhöndinni. Ég var hin vandræðalegasta. Ekki skánaði það þegar hún spurði mig svo hvort ég ætlaði ekki örugglega að borga í brúðargjöfinni þar sem ég væri nú orðin ein af fjölskyldunni. Úff púff. Ég sagði nei, við erum ekkert saman sko, ég gisti bara hérna. Þá fór hún að gráta.
Pæliði í því ef maður myndi lenda í þessu í alvörunni!! Úff púff fúff.
Ég er orðin móðursystir í 19. skiptið!!! Jibbí og húrra! Dísa eignaðist risastóra stelpu laugardaginn 12. mars. Hún er svakalega sæt!:D Allt gekk vel og móður og dóttur heilsast ljómandi vel. Hún var 17,5 merkur og 54 cm. Mamma segir að hún sé alveg eins og Sædís, eldri dóttir Dísu systur minnar. Ekki er það nú ónýtt því Sædís er sjúklega sæt!
Mig dreymdi svo fyndinn draum í nótt. Það var þannig að ég fór heim með strák og sofnaði í rúminu hans, þótt það væri ekkert í gangi á milli okkar. Um morguninn þegar ég vaknaði var húsið allt að fyllast af ættingjum og allt að verða vitlaust því það átti að gifta systur hans þá um daginn. Ég hugsaði: Sjitt sjitt, best að drífa mig heim áður en einhver sér mig. Þá kemur inn í herbergið gömul lítil og aumkunarverð kona, amma stráksins. Hún réttir mér vinstri höndina til að heilsa og segir: "ég myndi rétta þér þá hægri en hún er úr tré, ég missti hana í slysi fyrir mörgum árum síðan". Svo lét hún mig þreifa á viðarhöndinni. Ég var hin vandræðalegasta. Ekki skánaði það þegar hún spurði mig svo hvort ég ætlaði ekki örugglega að borga í brúðargjöfinni þar sem ég væri nú orðin ein af fjölskyldunni. Úff púff. Ég sagði nei, við erum ekkert saman sko, ég gisti bara hérna. Þá fór hún að gráta.
Pæliði í því ef maður myndi lenda í þessu í alvörunni!! Úff púff fúff.
Ãfugmæli...
<< Heim
Ahahahahahahahha!!! Já pældu aðeins í því.. það væri ömurlega vandræðalegt að lenda í svona dæmi. Djí...
Jahérnahér... jújú.. seisei.
Hmmmm...
Maggs
Skrifa ummæli
Jahérnahér... jújú.. seisei.
Hmmmm...
Maggs
<< Heim