fimmtudagur, mars 24, 2005

Jesus, my father and Jonnie Fannie
Pabbi er orðinn löglegt gamalmenni. Hann varð 67 ára síðastliðinn mánudag. Til hamingju pabbi! Hann er búinn að hlakka til að komast á eftirlaun síðan um fermingu og núna loksins getur lífið byrjað. Jibbí og húrra.
Ég er aftur á móti bara 22 ára smástelpa og á langt í eftirlaunin ennþá. Kannski get ég stytt mér stundir með því að vinna eitthvað. Kannski get ég drukkið áfengi og leyft óminnishegranum að sjá um mín mál þangað til ég vakna á 67 ára afmælisdaginn, tilbúin að fara að lifa lífinu. Kannski ég reyni bara að drullast til að verða eitthvað almennilegt.. æji, það kemur í ljós hvað ég verð.
Ekkert að frétta. Ég er jafn mjó og sæt og alltaf. Ætla að djamma um páskana fyrst ég er komin útúr skápnum sem félagsvera. Jónasína Fanney hottsjott bomba ætlar að koma norður og sjá um að ekkert lát verði á áfengisflæðinu. Þetta verður yndislegur tími og lengi í manna minnum hafður eftir á. Jájájá. Það er ég viss um.
Hafið það gott um páskana og gleymið ekki frelsaranum sem um þetta leyti árs fyrir tæpum 2000 árum var að þjást á fullu svo að við gætum átt fyrirgefningu synda okkar vísa. TAKK JESÚS!

Öfugmæli...
Takk.

Magga
 
Jónasína Fanney er sko dóttir mín og ég og hún erum æði.Bara er þú vissir það ekki.HAAAAA
 
ég bara elska þig Bogga frænka og JESÚS verði með okkur öllum! SKÁL:)..higg!
 
Jæja Vilborg það er svo gaman að lesa bloggið þitt;) ég held að þú eigir að vera rithöfundur;)
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?