sunnudagur, mars 20, 2005

Its offisjal
Ég er ein af þessum vesalingum sem fær sér í glas sum kvöld.
Á föstudaginn fór ég í afmælis/innflutningspartý til Ásu. Ég fór edrú í partíið og edrú þaðan út (þótt ég hafi fengið mér nokkra ávexti í bollunni hennar Ásu sem var svo ómótstæðilega framreidd, í hvítri ruslafötu:D Ása sagði að þeir væru hollir!) en þegar ég kom á Karólínu sannfærði Magga mig (andsetin af Bakkusi) að bjór væri málið. Ég ákvað að fá mér einn bjór, fannst það ekki mikið mál. Næsta stopp var Amour, þá var Sunna komin í spilið (einnig andsetin af Bakkusi) og þar var tilboð á barnum, tveir fyrir einn. Og við bara rifum upp veskið og byrjuðum að sulla.
Ég hellti fullum bjór yfir Möggu og eyddi klukkutíma inná baði, að þurrka buxurnar hennar í handþurrkaranum á meðan hún var á nærbuxunum inná bás, að kvarta (ég þurfti ekki að þurrka nærbuxurnar, hjúkket). Ég hélt svo að ég myndi pissa í mig af hlátri þegar einhver dvergastelpa, mjög sæt, kom inn og vorkenndi Möggu svo mikið að hún bauðst til að kaupa handa henni tvöfaldan viskí í kaffi á barnum. Magga vildi ekkert fara með henni, en stelpan hélt nú ekki, dró hana með sér (virkilega togaði í handlegginn á henni, þangað til hún varð að fylgja henni) á barinn og dró upp visa kortið. Til allrar hamingju tókst Möggu þó að breyta pöntuninni í bjór.
Ásta Schreiber og Bjarki skáld/laganemi komu til okkar á Amour og við fórum öll á Kaffi Akureyri að dansa. Við Magga bönduðum frá okkur æstum ljósmyndurum og misspennandi aðdáendum utan af landi en á meðan var Ásta á fullu í ríku og sætu köllunum. Það kom í ljós að hún þekkir alla. Alla í heiminum.
Ég, Bjarki og Magga tókum leigara heim, en skildum Ástu eftir í Nætursölunni þar sem hún var í komst ekki í burt frá hópi af sætum strákum sem þurftu allir bráðnauðsynlega að tala við hana:)
Ég kom heim, var sofnuð á leiðinni upp, en dreif þó sem betur fer upp í rúm. Vaknaði svo hress og kát morguninn eftir, eftir skemmtilegt kvöld. Eða þá að ég vaknaði ógeðslega timbruð og fúl yfir því að hafa dottið í það.. ég man það ekki. Örugglega þetta fyrsta bara.
Ég er allavega enn á ný búin að sanna það fyrir sjálfri mér að ég er veik fyrir öllum freistingum. Öllum nema heimalærdómsfreistingunni. Hún hefur ekki náð tangarhaldi á mér enn. En ég á von á að það fari að gerast ení minöt ná..

Öfugmæli...
Já hvað er með Ástu og alla þessa karlmenn?? Ég meina hún er ómótstæðilega sæt og með dropdead body.. en kommon! Við líka! Og ekki þekkjum við svona mikið af strákum.. Hmmm... hvað hefur hún sem við höfum ekki.. hmmm.. kannski er málið að byrja að reykja?? Ég meina, væ not? Ég er farin að hafa áhyggjur af því að þú munir ekki ganga út Bogga mín.. og að þú farir að eyða helgunum alltaf hjá okkur angandi af vindlalykt og áfengissukki... hmmm hvað með þenna frá Grundafirði? ha Vilborg? þetta er ekki tíminn til að vera pikkí! MaggaStína
 
HAHA, Magga skrifaði svo fyndið um þetta kvöld á Herbert. www.blog.central.is/maggs. Tékkiði áðí! Þessi stelpa sko..
 
ahahahahahaaa.... tjaa..þekkti nú reyndar ekki gaurinn með gleraugun sem var að dansa við okkur...held ég hafi haldið að þið þekktuð hann :/
En ég veit nú ekki hvort það er eitthvað til að hreykja sér af að þekkja alla þessa furðufugla...en já kannski er þetta ekkert tími til að vera pikkí..maður er nú að komast á síðasta söludag sko! ;)
 
Alveg missti ég af þessari dvergasögu... dæs...

En þetta var mikil gleði þrátt fyrir það.
 
Æ Vilborg mín... ég kannast við þessar freistingar... er núna að óska þess að ég ætti súkkulaði...
Annars er ég bara veik heima að dúlla mér... Er samt að hressast vonandi... bara með smá hita núna sem er nú ekki mikið til að kvarta yfir miðað við eyrnaverkinn og beinverkina sem voru til staðar í morgun! En ég er alveg viss um að þú ætlar að freistast meira... t.d. um helgina, þá ætla ég að draga þig á Papa í sjallanum ef þú verður á staðnum!
kv. Fanney fulla...
p.s. ég bloggaði!
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?