mánudagur, febrúar 28, 2005

Nú ætla ég að byrja á að óska comrad Albertinos til hamingju með afmælið. Hann er loksins orðinn 24 ára, loksins slétt tala eftir heilt ár í oddatölu. Og svo vil ég bjóða mína kæru systur Jónínu velkomna heim til Íslands og til Akureyrar, en hingað kom hún í dag. Ég tók til í herberginu mínu af þessu tilefni en mér láðist að ryksuga og þurrka ryk af hillum. Kannski, ef heppnin er með mér, gerir hún það fyrir mig. Annars finnst mér að pabbi ætti að sjá um allt svoleiðis, hann hefur aldrei þurrkað ryk á sinni ævi og löngu kominn tími til að hann bæti upp fyrir áralanga vanrækslu á því sviði.

Öfugmæli...
Til hamingju Albertos! Og til hamingju Jónínos! Glæsilegos :D
Jebbos.. Það held ég núos.
 
ó takk fyrir góð orð í minn garð þakka þér kærlega fyrir ó takk fyrir


og þakka þér svo mikið fyrir þessa æðislegu afmælisgjöf!
 
Takk fyrir hlýjar móttöku kveðjur. Mitt fyrsta verk var að sópa gólfið ... hef nú bara sjaldan séð svona mikið ryk. En þú er busy Vilborg mín, mátt ekkert vera að því að taka til. Ég skil það svo vel. Svo mæta vel.

Jónína
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?