fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Bittersweet bitterness
Hello darlings! Langt síðan ég bloggaði síðast. Hvað vitið þið nema ég loggi mig samt inn á hverjum degi, skrifi langa pistla, helli úr hjarta mínu, en stroki þá svo út aftur. Kannski treysti ég ekki internetinu fyrir öllu sem ég hef að segja. En til að þið þurfið ekki að velta því fyrir ykkur þá get ég svarað því hér og nú: Nei, ég logga mig ekki inn á hverjum degi til að skrifa langa pistla til þess eins að stroka þá út aftur. Nei og nei, það geri ég nú ekki.
Ég logga mig nú samt inn á hverjum degi til að tékka á kommentaflæðinu. Ég vakna spennt á hverjum morgni, eldsnemma, rýk upp úr hlýju rúminu og beint í tölvuna. Þegar ég sé að ekkert komment hefur bæst við frá deginum áður, reyni ég að sannfæra sjálfa mig um að fólk hafi bara ekki haft tíma til að lesa. Ég bægi frá mér öllum óþægilegum hugsunum um að fólk lesi bloggið mitt og kommenti ekki. Tárin safnast upp í augunum á mér og til að koma í veg fyrir að fólk sjái vonbrigðin lýsa af andliti mínu horfi ég alltaf niður í gólf en ekki í augun á fólki sem ég tala við. Ég er hranaleg í málrómnum til að fólk heyri ekki klökkvann í röddinni. Ef einhver spyr mig hvort ekki sé allt í lagi hjá mér horfi ég bitur út í buskann og segi: "jújú. Allt í þessu fínasta."
En svona grínlaust, þá er bara gaman hjá mér núna! Magga er búin að stofna nýja bloggedíblogg síðu fyrir okkur vinkonurnar; Mig, hana, Hrönn, Lilju og Elvu. Vinagengi eru ekki gengi með gengjum ef þau eru ekki með bloggsíðu, þannig að við hellum okkur útí bransann! Slóðin er http://blog.central.is/maggs
Tékkitt át og pís át!
Hello darlings! Langt síðan ég bloggaði síðast. Hvað vitið þið nema ég loggi mig samt inn á hverjum degi, skrifi langa pistla, helli úr hjarta mínu, en stroki þá svo út aftur. Kannski treysti ég ekki internetinu fyrir öllu sem ég hef að segja. En til að þið þurfið ekki að velta því fyrir ykkur þá get ég svarað því hér og nú: Nei, ég logga mig ekki inn á hverjum degi til að skrifa langa pistla til þess eins að stroka þá út aftur. Nei og nei, það geri ég nú ekki.
Ég logga mig nú samt inn á hverjum degi til að tékka á kommentaflæðinu. Ég vakna spennt á hverjum morgni, eldsnemma, rýk upp úr hlýju rúminu og beint í tölvuna. Þegar ég sé að ekkert komment hefur bæst við frá deginum áður, reyni ég að sannfæra sjálfa mig um að fólk hafi bara ekki haft tíma til að lesa. Ég bægi frá mér öllum óþægilegum hugsunum um að fólk lesi bloggið mitt og kommenti ekki. Tárin safnast upp í augunum á mér og til að koma í veg fyrir að fólk sjái vonbrigðin lýsa af andliti mínu horfi ég alltaf niður í gólf en ekki í augun á fólki sem ég tala við. Ég er hranaleg í málrómnum til að fólk heyri ekki klökkvann í röddinni. Ef einhver spyr mig hvort ekki sé allt í lagi hjá mér horfi ég bitur út í buskann og segi: "jújú. Allt í þessu fínasta."
En svona grínlaust, þá er bara gaman hjá mér núna! Magga er búin að stofna nýja bloggedíblogg síðu fyrir okkur vinkonurnar; Mig, hana, Hrönn, Lilju og Elvu. Vinagengi eru ekki gengi með gengjum ef þau eru ekki með bloggsíðu, þannig að við hellum okkur útí bransann! Slóðin er http://blog.central.is/maggs
Tékkitt át og pís át!
Ãfugmæli...
<< Heim
Jæja Vilborg, haha, þú kemur mér alltaf í gott skap. Haltu áfram að blogga, án þinnar skörpu og kímnu sýn á samfélagið og nútímann væri hversdagsleikinn svo sannarlega grárri en hann þarf að vera. Þakka þér kærlega fyrir gott framlag. Ég ætla að mælast til þess að þú verðir tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna á næsta ári.
Heyr heyr! Þar er ég nú aldeilis sammála! ó jájá ó seisei.. hef ekki meir að segja í bili þar sem ég er að spara heilasellurnar fyrir prófið á morgun ;)
Magga
Skrifa ummæli
Magga
<< Heim