miðvikudagur, desember 22, 2004

Ekkert helvítis bull, jólin eru komin!
Þá er maður kominn heim eftir fjóra daga í Reykjavík. Þetta var ágætis ferðalag. Ég hitti vinkonur mínar og hafði það gott. Keypti engar jólagjafir en fullt af drasli handa sjálfri mér. Jájá, þetta var ágætt. Fyrir utan djammið á laugardagskvöldinu. Það vildu allir fara heim klukkan fjögur, þessi grey í Reykjavík, þau eru svo gömul og heilsulaus. Annars var þetta ljómandi gaman. Ég þreifaði á tveimur óléttubumbum í gríð og erg. Kata vinkona á að eiga sitt barn 5. janúar og Dísa systir á að eiga sitt í mars. Ég er alltaf jafn hissa á því að svona börn geti bara vaxið inní einhverri manneskju. Eins og lítil blóm. Mjög skrýtið allt saman.
Við komum heim um þrjú leytið síðustu nótt og mamma brást okkur ekki. Hún var bara vakandi, búin að laga allt til og gera jólalegt og hita kakó og elda handa okkur dýrindis mat. Hún er ekki bara sæt hún mamma, heldur snillingur líka.
Önnur manneskja sem er ekki bara sæt er hún Jónasína vinkona mín. Hún er búin að næla sér í svona líka roosalegan fola. Hann heitir Halli og er só hot right now! Þau eru æðislegt par, jafnvel heitasta parið á landinu!
Í morgun vaknaði ég í góðu skapi, eða meira svona; í hádeginu vaknaði ég í glimrandi góðu skapi. Um fjögur leytið var ég komin á ról, búin að fara í sturtu og tilbúin í smá jólarokk á Glerártorgi með Hrönn og Möggu og Sunnu litlu. Við fórum niðureftir og ég stakk uppá að við myndum byrja á að fá okkur að borða, það var enginn svangur svo að ég fékk mér bara crépes og þær horfðu á. Eftir matinn var ég orðin svolítið þreytt svo við fórum bara í tvær búðir og svo heim. Þær eru náttúrulega löngu búnar að kaupa allar jólagjafir og allt svo þessi ferð var bara farin fyrir mig. En ég er greinilega ekki sköpuð til að versla jólagjafir.
Ég horfði á L Word áðan og þetta var bara æðislegur þáttur. Hann kveikti bara allar tilfinningar sem ég hef haft um ævina. Ég grét og hló, bölvaði og varð ástfangin og allt þar á milli. Ó mæ god, þetta var rússíbanareið ársins.
En þið kæru netverjar, verið sæl um jólin. Sumir verða alltaf svolítið leiðir um jólin en við skulum ekki láta depurðina buga okkur. Alkóhól er ekki lausnin, en það getur verið heellvíti skemmtilegt! ..ok, þið sem eigið við áfengisvandamál að stríða, þið auðvitað takið ekki mark á þessu. Alkóhól er böl, en samt heeellvíti skemmtilegt! Neee, sko bara ef það er ekki vandamál í lífi manns. Gleymum þessu. Verum bara kát!
GLEÐILEG JÓL! :D

Öfugmæli...
Gleðileg jól, min kære ven! Það er líka svo brjálað mikið af fólki í bænum núna, bara klukkan 8 á morgnana er fólk farið að berjast um stæðín á glerártorgi! Kreisí þetta lið.. best væri að fara til timbúktú og versla þar, hef heyrt að fólk sé ekki svona brjálað þar.. hmmmm. Annars verður heitt á.. hmmm.. "könnunni" um öll jólin elsku bogga mín, það er að segja kakó, og þú ert ávallt velkomin til okkar :) Ég á dýrindis konfekt sem ég bakaði sjálf.. spurning hvort þú takir ekki bara baukinn með þér heim?! Plís, viltu gera það?? Nei þetta er gott konfekt, ólíkt fyrri jólakonfektum mínum :) ... manstu, Vilborg, þegar við héldum jólin útí marokkó? Those were the days! Össsssssss.... það var rosalegt, haaaaaaaaa :)
Þetta fer nú bara að verða blogg hjá mér! Og þá verður bloggið þitt að svari við blogginu mínu, ekki satt? :/ Spurning hvort ekki ætti að breyta nafninu í: Bloggið hennar Möggu, sem aldrei þagar. Eða: Bloggið sem aldrei sefur, því magga sefur aldrei, hún bara talar. (þú veist með svona rödd eins og anchor man) Jæja.. þú átt hvítvín í ískápnum mínum, spurning hvort ég sulli því ekki í mig núna. Sull sull.
P.s æm not tellíng jú hú æ em! Hahahahahaha!! :D
 
Mér finnst nú allt í lagi að þú minnist eitthvað á mig þó svo að ég sé ekki með barn í maganum ...
 
Jæja ! Ég átti að kommenta en ég veit ekki hvað ég á að kommenta eins og er, því að heilinn minn er fullur af hangiketi og ekki getur maður kommentað í svoleiðis ástandi eins og að þú skilur.Þannig að þetta er mitt komment og núna er ég buin að kommenta kommentið.
Bæjó skan !
Ása
 
Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?