fimmtudagur, október 21, 2004

iss oll abát sörvævin, jo'oll!
Ég er að fara í próf á morgun. Ég vaknaði snemma í morgun og lærði og lærði þangað til ég tók mér pásu klukkan 4. Þá fórum ég, pabbi og Soffía á listasafnið að sjá Boyle fjölskyldu sýninguna, hún var kúl. Og svo fór ég heim og tók einn Tæ-Bó tíma með Ágústu Johnson, það var rosalegt fjör og ég var rosa mjó eftir það. Eftir tæbó tók við svolítið vandamál; ég þurfti náttúrulega að fara í sturtu en var að passa Andreu sætu pæju, en svo leysti ég vandamálið bara eins og fyrirtaks mamma og tók hana bara með mér í sturtu! Fyrirtaks mamma ég er! Hún var glöð, ég var glöð, allir voru glaðir.
Eftir pásuna datt botninn alveg úr læreríinu. Ég fékk allt í einu geysilegan áhuga á því hvernig mamma steikir fisk og þurfti að fylgjast með því. Svo þurfti ég að borða fiskinn. Svo þurfti ég að taka af borðinu og svo þurfti ég ekkert meir. Þá spilaði líkaminn út einu af Sörvæval-tekník spilunum sínum og lét mig hætta að hugsa. Eftir það gerðist lítið. Ég poppaði, horfði á According to Jim (þættir sem litli feministinn ég hata), Malcom in the middle (ég elska nú Malcom, hver gerir það ekki), Everybody loves Raymond (by then I was unable to move or speak because of all the popcorn I had eaten, so I just sat there..), King of Queens og Will og Grace og ef pabbi hefði ekki stormað inn í blautri skyrtu með skrúflykil í annarri þá er engin leið að vita hvar þetta hefði endað. En hann gerði það, blessaður faðir minn, stormaði inní stofu og sagði mér frá enn einni hetjudáðinni sem hann hafði drýgt fyrir kellingarnar í blokkinni. Ég þurfti ekki að vita meir, heilinn á mér hrökk í gang og ég fékk vott af samviskubiti yfir því að vera ekki að læra... en svo hugsaði ég: "what the hekk, ég læri bara í fyrramálið!"

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?