miðvikudagur, október 06, 2004
Það er eyrnamergur í hárinu á mér
Það er líklega einnig svo
hjá þér
Nema minn er þunnur
og meira svona eins og safi
en þinn er gulur og þykkur
Júgóslavi
Krakkar, krakkar. Þetta er nú búin að vera ógeðslegri vika en ég hélt að hún yrði. Ég er s.s. búin að vera með andstyggilega kvefpest í tvær vikur núna sem tók smá útúrdúr og þróaðist útí eyrnabólgu síðasta laugardag. Síðan þá er ég búin að liggja, eða öllu heldur sitja, í rúminu, í hitamóki og, að því er virtist, endalausri vanlíðan. Aðfaranótt mánudags var verst. Þá hafði ég litla stjórn á hugsunum mínum og í einhverri ólukku missti ég mig útí Þjóðlag frá Slóvakíu við ljóð eftir Jenna Jóns sem er einhvernveginn svona:
Þannig áfram, áfram, áfram ævin líður
undur fljótt og tíminn aldrei bíður, bíður
svífa' í sæludraumi, svanni' og halur fríður
syngja' og dansa' og trall la la la laaa.
Eftir hvert skipti myndaðist smá þögn í huga mínum en svo var hann rokinn af stað í enn eina umferðina. Í einni þögninni heyrði ég í sjálfri mér æpa í örvæntingu: "Vilborg! Þú ert föst í einhverskonar hringrás!!" en áður en mér tókst að hafa hemil á huganum var hann kominn á bólakaf í vitleysuna aftur. Þannig leið nóttin við stanslausa gleði hugar míns sem söng og trallaði og dansaði skottís á meðan líkaminn þjáðist enn meira og gat ekki sofið vegna hávaða.
En nú hef ég fengið nóg! Ég er búin að liggja sveitt í sveittum nærbuxum undir sveittri sæng með sveittan kodda í 3 daga. Og nú hætti ég þessu ógeði, fer í sturtu og andskotast ekki upp í rúm fyrr en í fyrsta lagi klukkan 10 í kvöld!!
Það er líklega einnig svo
hjá þér
Nema minn er þunnur
og meira svona eins og safi
en þinn er gulur og þykkur
Júgóslavi
Krakkar, krakkar. Þetta er nú búin að vera ógeðslegri vika en ég hélt að hún yrði. Ég er s.s. búin að vera með andstyggilega kvefpest í tvær vikur núna sem tók smá útúrdúr og þróaðist útí eyrnabólgu síðasta laugardag. Síðan þá er ég búin að liggja, eða öllu heldur sitja, í rúminu, í hitamóki og, að því er virtist, endalausri vanlíðan. Aðfaranótt mánudags var verst. Þá hafði ég litla stjórn á hugsunum mínum og í einhverri ólukku missti ég mig útí Þjóðlag frá Slóvakíu við ljóð eftir Jenna Jóns sem er einhvernveginn svona:
Þannig áfram, áfram, áfram ævin líður
undur fljótt og tíminn aldrei bíður, bíður
svífa' í sæludraumi, svanni' og halur fríður
syngja' og dansa' og trall la la la laaa.
Eftir hvert skipti myndaðist smá þögn í huga mínum en svo var hann rokinn af stað í enn eina umferðina. Í einni þögninni heyrði ég í sjálfri mér æpa í örvæntingu: "Vilborg! Þú ert föst í einhverskonar hringrás!!" en áður en mér tókst að hafa hemil á huganum var hann kominn á bólakaf í vitleysuna aftur. Þannig leið nóttin við stanslausa gleði hugar míns sem söng og trallaði og dansaði skottís á meðan líkaminn þjáðist enn meira og gat ekki sofið vegna hávaða.
En nú hef ég fengið nóg! Ég er búin að liggja sveitt í sveittum nærbuxum undir sveittri sæng með sveittan kodda í 3 daga. Og nú hætti ég þessu ógeði, fer í sturtu og andskotast ekki upp í rúm fyrr en í fyrsta lagi klukkan 10 í kvöld!!