sunnudagur, ágúst 08, 2004
Ja hérna hér! Nú hefur margt á daga mína drifið síðan ég skrifaði síðast. Ég er t.d. ekkert búin að segja frá brúðkaupi Möggu og Reynis! Það gekk reyndar allt svo vel og var svo skemmtilegt og fallegt að ég hef eiginlega ekkert um það að segja. Það er nefnilega ekkert gaman að tala um hluti sem ganga vel og fara ekki til fjandans. Allavega var þetta yndislegt brúðkaup, mér er m.a.s. segja sagt, í fúlustu alvöru, að sjálfur Jesús Kristur hafi mætt og blessað sambandið. Gæti varla hafa verið betra!
Hei eitt fyndið, ég var að komast að því fyrir örfáum vikum að maður skrifar ekki nefniNlega heldur nefni-lega! Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar Gústi sagði mér það fyrst, fór og skoðaði orðabók og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hafði rétt fyrir sér (sem gerist að sjálfsögðu næstum því aldrei) og svo þegar ég fór að skoða gamlar ritgerðir frá því í barnaskóla og menntaskóla þá sá ég að hver einast kennari hafði í hvert einasta skipti merkt við þetta auka "n" sem ég hafði laumað inní nefnilega en ég tók bara ekkert eftir því þá! Merkilegt nokk! Og það sem er verra er að ég segi nefniNlega og hef alltaf sagt!
Svo eru það merkilegu fréttirnar. Ég er komin með lærling í vinnuna. Hún er stelpa, einu ári yngri en ég, og er voðalega fín og skemmtileg. Ég var búin að hlakka þessi ósköp til að fá manneskju til að vinna með mér og dagdraumar mínir snerust allir um það hvernig ég myndi heilla lærlinginn uppúr skónum með kunnáttu minni. En fyrsta daginn sem hún kom þá fóru allir mínir dagdraumar í vaskinn eins og ekkert væri. Ég byrjaði á því að hiksta á mínu eigin nafni þegar ég kynnti mig og svo roðnaði ég og flissaði eins og vitleysingur þegar ég reyndi að klóra yfir vandræðalegheitin og afsaka mig eitthvað. Hún skildi ekki orð af því sem ég sagði og hló ekki með mér heldur brosti bara svona ringluðu brosi, svona íhverjuíandskotanumeréglent-brosi. Svo byrjaði ég á því að reyna útskýra eitthvað af því fjölmörgu sem þarf að muna í mínu starfi og ég hef bara aldrei bruðgðist sjálfri mér eins mikið og þá. Ég heyrði alveg í huganum hvernig best væri að útskýra suma hluti og í hvaða röð og svona en mér tókst bara alls ekki að segja hlutina rétt, hvað þá skiljanlega. Lærlingurinn virtist allavega ekki skilja neitt í þessum fíflalátum. Ég hafði farið í þykka peysu um morgunin og bol innanundir sem þoldi ekki dagsljósið oll bæ im self og þegar þarna var komið við sögu var ég farin að óska þess að ég hefði bara mætt í sundbol eða einhverju öðru því ég var farin að svitna áberandi mikið sökum hita og andlegs álags.
En allt í einu datt mér í hug fyrstu dagarnir mínir með mínum læriföður og mundi að hún hafði verið nákvæmlega eins og ég virtist vera að haga mér! Nákvæmlega jafn einræn og undarleg, nákvæmlega jafn taugaóstyrk þegar kom að því að spjalla á léttu nótunum og nákvæmlega jafn geðsjúklingsleg þegar kom að öllum sérviskulegu hlutunum sem þurfti að hafa í huga til að vinna þessa vinnu vel. Taka skal fram að þótt lærlingurinn minn haldi að ég sé að kenna henni eitthvað sem virðist vera bara mín sérviska og geðveiki, eins og að snúa ákveðnum hlutum á ákveðinn veg og geyma aðra hluti alltaf á nákvæmlega sama staðnum, þá er þetta samt bara eitthvað sem tilheyrir starfinu og ég veit að hún áttar sig á því fyrr en seinna.
Núna er þetta allavega óðum að lagast, þótt ég hugsi stundum til þeirra daga með söknuði þegar ég þurfti ekki að taka tillit til neins nema kúnnanna og gat verið í vondu skapi allan daginn..
Jæja, þarf að fara að sinna vinum mínum hjónunum.
Hei eitt fyndið, ég var að komast að því fyrir örfáum vikum að maður skrifar ekki nefniNlega heldur nefni-lega! Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar Gústi sagði mér það fyrst, fór og skoðaði orðabók og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hafði rétt fyrir sér (sem gerist að sjálfsögðu næstum því aldrei) og svo þegar ég fór að skoða gamlar ritgerðir frá því í barnaskóla og menntaskóla þá sá ég að hver einast kennari hafði í hvert einasta skipti merkt við þetta auka "n" sem ég hafði laumað inní nefnilega en ég tók bara ekkert eftir því þá! Merkilegt nokk! Og það sem er verra er að ég segi nefniNlega og hef alltaf sagt!
Svo eru það merkilegu fréttirnar. Ég er komin með lærling í vinnuna. Hún er stelpa, einu ári yngri en ég, og er voðalega fín og skemmtileg. Ég var búin að hlakka þessi ósköp til að fá manneskju til að vinna með mér og dagdraumar mínir snerust allir um það hvernig ég myndi heilla lærlinginn uppúr skónum með kunnáttu minni. En fyrsta daginn sem hún kom þá fóru allir mínir dagdraumar í vaskinn eins og ekkert væri. Ég byrjaði á því að hiksta á mínu eigin nafni þegar ég kynnti mig og svo roðnaði ég og flissaði eins og vitleysingur þegar ég reyndi að klóra yfir vandræðalegheitin og afsaka mig eitthvað. Hún skildi ekki orð af því sem ég sagði og hló ekki með mér heldur brosti bara svona ringluðu brosi, svona íhverjuíandskotanumeréglent-brosi. Svo byrjaði ég á því að reyna útskýra eitthvað af því fjölmörgu sem þarf að muna í mínu starfi og ég hef bara aldrei bruðgðist sjálfri mér eins mikið og þá. Ég heyrði alveg í huganum hvernig best væri að útskýra suma hluti og í hvaða röð og svona en mér tókst bara alls ekki að segja hlutina rétt, hvað þá skiljanlega. Lærlingurinn virtist allavega ekki skilja neitt í þessum fíflalátum. Ég hafði farið í þykka peysu um morgunin og bol innanundir sem þoldi ekki dagsljósið oll bæ im self og þegar þarna var komið við sögu var ég farin að óska þess að ég hefði bara mætt í sundbol eða einhverju öðru því ég var farin að svitna áberandi mikið sökum hita og andlegs álags.
En allt í einu datt mér í hug fyrstu dagarnir mínir með mínum læriföður og mundi að hún hafði verið nákvæmlega eins og ég virtist vera að haga mér! Nákvæmlega jafn einræn og undarleg, nákvæmlega jafn taugaóstyrk þegar kom að því að spjalla á léttu nótunum og nákvæmlega jafn geðsjúklingsleg þegar kom að öllum sérviskulegu hlutunum sem þurfti að hafa í huga til að vinna þessa vinnu vel. Taka skal fram að þótt lærlingurinn minn haldi að ég sé að kenna henni eitthvað sem virðist vera bara mín sérviska og geðveiki, eins og að snúa ákveðnum hlutum á ákveðinn veg og geyma aðra hluti alltaf á nákvæmlega sama staðnum, þá er þetta samt bara eitthvað sem tilheyrir starfinu og ég veit að hún áttar sig á því fyrr en seinna.
Núna er þetta allavega óðum að lagast, þótt ég hugsi stundum til þeirra daga með söknuði þegar ég þurfti ekki að taka tillit til neins nema kúnnanna og gat verið í vondu skapi allan daginn..
Jæja, þarf að fara að sinna vinum mínum hjónunum.