laugardagur, ágúst 21, 2004
Ansans, nú hefur einhver lúser á blogger.com breytt þessu aftur með feita letrið og skáletrið svo ég get ekki gert fyrirsagnir!
Síðasti vinnudagurinn er nú upp runninn og liðinn! Ég ætla að halda hressilega uppá það með kaffibolla og kleinubita (hef ekki efni á bjór) á Karólínu í kvöld í félagsskap minna typpalegu vinkvenna Möggu og Sunnulunnu sætusmætu sem var að koma heim frá Frans. Við höfum sko um margt að tala þar sem Sunna hefur ekki verið heima í þrjá eða fjóra mánuði. Jibbí það verður svo gaman. Ég er svo spennt og glöð!
Pælum samt í því að ég sé bara búin í vinnunni, for gúd. Já pælum aðeins í því.
...
Ég svaf nú samt yfir mig í morgun. Mætti kortéri of seint, sem NB hefur aldrei áður gerst á mínum ferli í þessarri vinnu. Frábært að gera það svona síðasta daginn.
...
Ég hafði heldur engan tíma til að þrífa allt eins og ég ætlaði að gera. Ég bara framkallaði eins og vitleysingur þangað til klukkan var alveg að verða fimm og fór síðan heim, skildi allt eftir í rusli og skít.
...
Ég skrifaði engin heilræði til eftirmanns míns á miða út um allt eins og ég ætlaði að gera.
...
Ég mundi samt eftir að taka flöskurnar og dósirnar sem voru í poka á bakvið.
...
Já.
...
Í næstu viku get ég verið á ferðinni í bænum á skikkanlegum tíma á virkum degi án þess að vera að svíkjast undan neinu.
...
Ég get gert það sem ég þarf að gera án þess að biðja um leyfi og þurfa að flýta mér.
...
Ég er frjáls!
...
FRJÁLS EINS OG FUGLINN!
...
þangað til skólinn byrjar.
...
Hann byrjar reyndar á mánudaginn.
...
FRJÁLS EINS OG FUGLINN Í EINN DAG!
...
reyndar hef ég verið frjáls eins og fuglinn alla sunnudaga á þessu ári sem ég er búin að vinna þarna.
...
Ég er nú samt glöð og spennt.
...
Háskólaárin og Karólína heeeer Æ Komm!
...
Ætli sé ekki best að ég fái mér bara bjór í kvöld?
...
Jú.
...
Best að fara að skrapa saman hundraðköllum hér og þar og finna mér föt til að vera í!
...
JIBBÍÍÍÍS! :D
Síðasti vinnudagurinn er nú upp runninn og liðinn! Ég ætla að halda hressilega uppá það með kaffibolla og kleinubita (hef ekki efni á bjór) á Karólínu í kvöld í félagsskap minna typpalegu vinkvenna Möggu og Sunnulunnu sætusmætu sem var að koma heim frá Frans. Við höfum sko um margt að tala þar sem Sunna hefur ekki verið heima í þrjá eða fjóra mánuði. Jibbí það verður svo gaman. Ég er svo spennt og glöð!
Pælum samt í því að ég sé bara búin í vinnunni, for gúd. Já pælum aðeins í því.
...
Ég svaf nú samt yfir mig í morgun. Mætti kortéri of seint, sem NB hefur aldrei áður gerst á mínum ferli í þessarri vinnu. Frábært að gera það svona síðasta daginn.
...
Ég hafði heldur engan tíma til að þrífa allt eins og ég ætlaði að gera. Ég bara framkallaði eins og vitleysingur þangað til klukkan var alveg að verða fimm og fór síðan heim, skildi allt eftir í rusli og skít.
...
Ég skrifaði engin heilræði til eftirmanns míns á miða út um allt eins og ég ætlaði að gera.
...
Ég mundi samt eftir að taka flöskurnar og dósirnar sem voru í poka á bakvið.
...
Já.
...
Í næstu viku get ég verið á ferðinni í bænum á skikkanlegum tíma á virkum degi án þess að vera að svíkjast undan neinu.
...
Ég get gert það sem ég þarf að gera án þess að biðja um leyfi og þurfa að flýta mér.
...
Ég er frjáls!
...
FRJÁLS EINS OG FUGLINN!
...
þangað til skólinn byrjar.
...
Hann byrjar reyndar á mánudaginn.
...
FRJÁLS EINS OG FUGLINN Í EINN DAG!
...
reyndar hef ég verið frjáls eins og fuglinn alla sunnudaga á þessu ári sem ég er búin að vinna þarna.
...
Ég er nú samt glöð og spennt.
...
Háskólaárin og Karólína heeeer Æ Komm!
...
Ætli sé ekki best að ég fái mér bara bjór í kvöld?
...
Jú.
...
Best að fara að skrapa saman hundraðköllum hér og þar og finna mér föt til að vera í!
...
JIBBÍÍÍÍS! :D