fimmtudagur, mars 11, 2004
The wörk end æ
Svo ég tali nú aðeins um vinnuna mína því ég er hvort eð er í þeim gírnum að gera ekkert annað þá er þetta alveg ágætis vinna sko. Það er svona lítið að gera og nógur tími til að lesa og klóra sér í pungnum (ef maður er með pung). Það eina sem er að henni eru hel.... kúnnarnir sem hika ekki við að trufla mann í miðjum samræðum við Guð eða hvað það er sem maður er að gera hverju sinni. Þeir hika ekki við það. Sumir kúnnar eru þó betri en aðrir kúnnar. Og mér hefur meira að segja tekist að vingast við nokkra þeirra, ekki þó af eigin frumkvæði því eins og fram hefur komið er mér meinilla við fólk. Sumir þeirra hafa þó vakið athygli mína eins og t.d. fulla konan sem talar greinilega íslensku en með svo dönskum hreim að það hljómar eins og fínasta danska. Hún segir líka alltaf þegar hún kemur, jég er densk, þannig að það á ekki að fara neitt á milli mála að hún er að þykjast vera dönsk. Ég er ekki frá því að sú kona hafi elt mig frá Reykjavík því hún kom oft til mín í HP hérna í gamla daga. Önnur kona er öllu sérstakari, henni hefur tekist það ótrúlega að vingast við mig og mér líkar ágætlega við hana. Hún býr í blokkinni minni en ég kynntist henni fyrst sem kúnna. Hún talar með mjög áberandi Amerískum hrúeim eins og hún hafi búið í Bandaríkjunum í 40 ár áður en hún kom til Íslands en ég hefi samt fyrir því áreiðanlegar heimildir að hún er snaríslensk og hefur aldrei á ævi sinni búið í Bandaríkjunum. Svo er það Yapi, vinur minn frá Fílabeinsströndinni. Honum tókst líka það ótrúlega, að vingast við mig. Hann er magnaður maður og skemmtilegur og við höldum sambandi þótt hann sé reyndar hættur að versla við mig og fluttur í skólpræsið Reykjavík. Tveimur kúnnum tókst að vinna hjarta mitt, litterallí. Þeir eru tveir þrettán ára strákar, geðveikt svona hressir og skemmtilegir. Þeir komu til mín á Öskudaginn og sungu fyrir mig Æ VOS MEID FOR LOVING JÚ BEIBÍ á meðan ég roðnaði og blánaði og fannst ég vera orðin þrettán á ný. Það var bara þónokkuð gaman. Ég var búin að gleyma því hvað það var gaman að vera skotin í einhverjum, en ég er svo sannarlega skotin í þeim.
Einn af kúnnunum sem hafa vakið athygli mína var samt örugglega ekki kúnni heldur geimvera. Eða vélmenni. Hann var svona (já Magga, þetta er satt sem ég er að segja hérna) 2 og 80 á hæð og kolbikasvartur sem er ekki svo merkilegt út af fyrir sig, en hann talaði svona tveimur áttundum neðar en venjulegur djúpradda karlmaður gerir. Ég sver ég er að segja satt!! Og ég er ekki að ýkja!! Ég hef ekki heyrt neitt jafn merkilegt í mínu lífi. Ó já kæra fólk, ég hef séð ýmislegt skrýtið um ævina en þetta sló það allt út á einu bretti.
Nú farið þið kannski hjá ykkur og haldið að ég komi mér í klandur með því að tala um kúnna við ykkur sem eiga sér einskis ills von, en hvað vitið þið? Kannski er þetta allt bara skáldskapur... dúrúrúrúrúrúúmmmm (X-fæls thím)
Svo ég tali nú aðeins um vinnuna mína því ég er hvort eð er í þeim gírnum að gera ekkert annað þá er þetta alveg ágætis vinna sko. Það er svona lítið að gera og nógur tími til að lesa og klóra sér í pungnum (ef maður er með pung). Það eina sem er að henni eru hel.... kúnnarnir sem hika ekki við að trufla mann í miðjum samræðum við Guð eða hvað það er sem maður er að gera hverju sinni. Þeir hika ekki við það. Sumir kúnnar eru þó betri en aðrir kúnnar. Og mér hefur meira að segja tekist að vingast við nokkra þeirra, ekki þó af eigin frumkvæði því eins og fram hefur komið er mér meinilla við fólk. Sumir þeirra hafa þó vakið athygli mína eins og t.d. fulla konan sem talar greinilega íslensku en með svo dönskum hreim að það hljómar eins og fínasta danska. Hún segir líka alltaf þegar hún kemur, jég er densk, þannig að það á ekki að fara neitt á milli mála að hún er að þykjast vera dönsk. Ég er ekki frá því að sú kona hafi elt mig frá Reykjavík því hún kom oft til mín í HP hérna í gamla daga. Önnur kona er öllu sérstakari, henni hefur tekist það ótrúlega að vingast við mig og mér líkar ágætlega við hana. Hún býr í blokkinni minni en ég kynntist henni fyrst sem kúnna. Hún talar með mjög áberandi Amerískum hrúeim eins og hún hafi búið í Bandaríkjunum í 40 ár áður en hún kom til Íslands en ég hefi samt fyrir því áreiðanlegar heimildir að hún er snaríslensk og hefur aldrei á ævi sinni búið í Bandaríkjunum. Svo er það Yapi, vinur minn frá Fílabeinsströndinni. Honum tókst líka það ótrúlega, að vingast við mig. Hann er magnaður maður og skemmtilegur og við höldum sambandi þótt hann sé reyndar hættur að versla við mig og fluttur í skólpræsið Reykjavík. Tveimur kúnnum tókst að vinna hjarta mitt, litterallí. Þeir eru tveir þrettán ára strákar, geðveikt svona hressir og skemmtilegir. Þeir komu til mín á Öskudaginn og sungu fyrir mig Æ VOS MEID FOR LOVING JÚ BEIBÍ á meðan ég roðnaði og blánaði og fannst ég vera orðin þrettán á ný. Það var bara þónokkuð gaman. Ég var búin að gleyma því hvað það var gaman að vera skotin í einhverjum, en ég er svo sannarlega skotin í þeim.
Einn af kúnnunum sem hafa vakið athygli mína var samt örugglega ekki kúnni heldur geimvera. Eða vélmenni. Hann var svona (já Magga, þetta er satt sem ég er að segja hérna) 2 og 80 á hæð og kolbikasvartur sem er ekki svo merkilegt út af fyrir sig, en hann talaði svona tveimur áttundum neðar en venjulegur djúpradda karlmaður gerir. Ég sver ég er að segja satt!! Og ég er ekki að ýkja!! Ég hef ekki heyrt neitt jafn merkilegt í mínu lífi. Ó já kæra fólk, ég hef séð ýmislegt skrýtið um ævina en þetta sló það allt út á einu bretti.
Nú farið þið kannski hjá ykkur og haldið að ég komi mér í klandur með því að tala um kúnna við ykkur sem eiga sér einskis ills von, en hvað vitið þið? Kannski er þetta allt bara skáldskapur... dúrúrúrúrúrúúmmmm (X-fæls thím)