mánudagur, mars 01, 2004

Nammiveikin
Ég er þungt haldin af nammiveiki. Ég komst að því hversu djúpt ég er sokkin þegar ég grét af gleði yfir því að finna súkkulaðirúsínu í sófanum. Við erum að tala um rúsínu sem hafði greinilega ekki átt sjö dagana sæla. Ég borðaði hana samt, af bestu lyst, og þakkaði almættinu fyrir þessa óvæntu gleði. Svona er nammiveikin, kríps op on jú from bíhænd.
Reynzi félagi er kominn í bloggið; www.reyniralbert.blogspot.com, tékkitt!

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?