mánudagur, mars 08, 2004

Í mér er uggur
Ég hefi hræðilegar áhyggjur. Ég var nefninlega á spjalli við minn kæra vin Albert typpaling í smá stund í dag og ég var svona geðveikt að tala þegar mér flaug allt í einu í hug hvort svipurinn á andlitinu á mér væri í samræmi við það sem ég væri að segja. Hvað ef maður er alltaf eins og fáviti á svipinn þegar maður er að segja eitthvað alvarlegt? Ég hugsaði bara Sjitt! Hvað ef ég er með geðveikan daðursvip á andlitinu alveg án þess að vita það! Og hvað ef maður er ekkert venjulegur á svipinn þegar maður er bara einn að dunda sér eins og maður heldur að maður sé!!?? Ég hef þónokkuð oft staðið sjálfa mig að því að vera skælbrosandi ein í búðinni. Og stundum geri ég svona "úff hvað þú ert leiðinlegur"-svip þegar fólk fer í taugarnar á mér alveg án þess að ætla mér það. Sjitt maður this is fríking mí át!!! Hvað með ykkur kæru vinir og ættingjar? Eruð þið eins venjuleg á svipinn og þið haldið að þið séuð?

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?