mánudagur, mars 29, 2004

Jájá, svona er ég stundum. Blogga bara ekkert í marga daga í senn. En núna skrifa ég. Ég ætlaði að segja ykkur eitthvað sérdeilis smellið en varð skyndilega svo pirruð að mig langar ekkert til þess. ...þessi pirringur er fylgifiskur nammiveikinnar sem ég sagði ykkur frá um daginn, hún hefur enn á ný náð heljartaki á mér. Ég sveiflast á milli þess að vera fullorðin og yfirveguð og þess að langa til að leggjast í gólfið og sparka og öskra og grenja geðveikt hátt. Yfirleitt næ ég að hafa stjórn á mér en þó ekki meiri en svo að ég hreyti einhverjum ósköpum í þann sem er svo óheppinn að vera að tala við mig akkúrat þá stundina.
Annars varð ég fyrir merkilegri vitrun í dag. Þannig var nefninlega að Inga vinnuveitandi ákvað að vera sniðug og kom með blað handa mér að lesa. Sniðugheitin fólust í því að þetta var hallærislegasta blað í heiminum, hét "Landnámshænan" og er tölublað Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna á Íslandi. Þetta þótti okkur fyndið. En í leiðindum mínum í vinnunni (sló dei) las ég allt blaðið spjaldanna á milli og sumar greinarnar tvisvar og núna á ég enga þrá heitari en að hafa nokkrar litríkar og vörpulegar landnámshænur í bakgarðinum.
Svo er annað stórkostlegt í vændum. Ég og Gústi erum að fara til Bandaríkjanna eftir 4 daga. Ég ætla sko að eyða 120.000 kalli í föt og snyrtivörur, skoða söfn, fara á tónleika, sötra bjór á kvöldin og spjalla feikimikið við elsku systur mína Jóhönnu. Ó það verður svo gaman. Nema okkur verði rænt af hryðjuverkamönnum en ég hefi ekki svo miklar áhyggjur af því.
Enn eitt sem heimurinn má glaður vita; ég er eiginlega búin að ákveða að vera hérna á Akureyri næsta vetur, við Gústi ætlum að leigja íbúðina hennar Þórhöllu systur hans og það verður bara geeðveikt. Alveg sama þótt þetta ár hérna í skólanum gagnist mér ekkert á félagsráðgjafarferli mínum (það kemur í ljós). Ég er ekkert að flýta mér.
Pöace.


Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?