sunnudagur, mars 07, 2004

Þetta skemmtilega...it vos a læ
Ég var ekki með neitt ákveðið í huga þegar ég skrifaði þetta þarna um daginn að ég hefði eitthvað skemmtilegt að segja. En það er ýmislegt skemmtilegt í lífinu sem ég get deilt með ykkur. Ég er t.d. búin að fitna á skemmtilegan hátt, komin með bumbu sem lafir yfir nærbuxurnar. Svo er ég búin að þróa með mér galdrahæfileika í vinnunni! Ég þarf ekki annað en að segja "út" upphátt til að fólk hreinlega hverfi úr búðinni minni.
Jónína systir mín hefur líka sjaldgæfa galdrahæfileika. Fyrir ekki svo löngu síðan þurfti hún ekki annað en að segja upphátt við mig "ég skal taka tímann" þá var ég rokin af stað til að ná í eitthvað fyrir hana. Þetta gekk vel hjá henni í 18 ár eða þangað til hún trúði mér fyrir því að hún VÆRI EKKERT AÐ TAKA TÍMANN!!! Þá fannst mér nóg um enda stóð ég í þeirri trú að ég hefði bætt metið í hver einasta skiptið og væri nálægt því að vera heimsmeistari í því að sækja eitthvað fyrir einhvern. Mikil vonbrigði. En þetta kenndi mér þó að taka ekki mark á neinu sem hún segir. Þessvegna ansa ég því ekki einu sinni þegar hún segir "ef þú segir mér þetta skemmtilega, þá skal ég segja þér svolítið skemmtilegt". Ef ég hef reiknað dæmið rétt þá mun hún ekki taka tímann og ljúga því að mér að ég hafi bætt metið einu sinni enn.

Öfugmæli... Skrifa ummæli

<< Heim

This page is powered by Blogger. Isn't yours?